Loksins

Mér tókst það.

Í gær.

Og ég var ekki einu sinni með það í huga.

En það gerðist.

Og það var best í heimi.

Ég dansaði og ég gleymdi.

Ég dansaði ekki til að gleyma heldur kom það af sjálfu sér. Þvílíkt kikk, þvílík gleði sem streymdi um mig alla, þvílíkur kraftur, þvílík nautn.

Afró.

Það er málið. Það er mitt meðal við öllu. Ég var búin að gleyma hvað mér finnst þetta sjúklega gaman.

Mjög gaman líka að hafa Hlífina þarna með sér.

Get ekki beðið eftir því að fara í næsta tíma á miðvikudaginn.

Og ekki verra hvað þetta tekur á.

Magadans í kvöld. Vil helst fara í ræktina minnst fjórum sinnum í viku. Nú ætla ég að verða flott.

Og gleyma.

Og muna svo alla góðu hlutina á eftir þegar bráir af mér.

Takk fyrir mig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Díana Rós og Hrund og dæturnar Rakel og Röskva
Díana Rós og Hrund og dæturnar Rakel og Röskva
Hér skráir Díana Rós fyrir hönd litlu fjölskyldunnar hinar ýmsu athafnir hennar og deilir með ykkur sögum úr stelpukotinu þeirra í Skipasundi

Myndaalbúm

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 56566

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband