Sveittur dagur

Dagurinn í gær var eitthvað svo sveittur. Ég var svo ógeðslega þreytt og í vondu skapi að ég kom engu í verk. Lærði bara ekki neitt áður en ég fór í skólann. Ætlaði svo að ná mér bók á Hlöðunni og var mætt á hana rétt fyrir tímann. Fattaði að ég hafði gleymt bókasafnskortinu og þar sem ég hafði einhvern tíma lent í veseni út af því þá drullaði ég mér bara í tímann.

Ég var aldrei þessu vant á bíl. Hafði neytt Hrund til að koma heim í kaffi og láta mig hafa bílinn, þurfti að fá að útrétta aðeins eftir skóla og það er vonlaust að gera í strætó. Eftir tímann brunaði ég því heim. Kom við í apóteki og keypti einhverjar lífrænar vörur, náði svo í kort og eina Kellogsstöng og brunaði til baka. Gerði dauðaleit að bók en fann hana hvergi. Var að gefa upp vonina þegar engill labbaði fram hjá mér. Ahhh. Var búin að gleyma að Kristín átti að fara að byrja að vinna. Hún hjálpaði minns að finna bókina og bjargaði deginum.

Fór svo í 'Maður lifandi' og keypti mér lífrænan maskara og augnblýant (í öðrum lit en hinir tveir sem ég á) og kvöldmat handa okkur Hrund (gríslingur hjá föður). Náði í Hrund og mynd út á leigu, við keyptum inn (það virkar eiginlega ágætlega fyrir mig að versla þegar ég er svöng, ég er svo meðvituð um hungrið að ég passa mig rosalega á því að kaupa ekki neinn óþarfa, enda eiginlega á því að kaupa ekki neitt bara) og þegar heim var komið höfðum við það rosa gott. Fór ekkert í ræktina en er búin að fara þrisvar í þessari viku og ætla að reyna að koma einni göngu inn í planið í dag eða um helgina.

Svo fær Inam stóran plús því hún sinnti klukkinu mínu. Ha Rósa? Ok, hún var að byrja í nýrri vinnu svo hún fær séns og ég veit ekkert hvort Gestur les bloggið mitt einu sinni. En hvar er Gyðan?

Hlíf, eigum við okkur ekkert líf eða? Við kíkjum greinilega á bloggið hjá hvor annarri (og fleirum) oft á dag og kommentum. Það sama á ekki við um marga aðra. Hmmm. Samt erum við báðar alltaf á fullu.

En nú er það Pedro Páramo. Það er nú meiri steikin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þetta er bara áráttá hjá mér. Nenni samt bara að kíkja oft hjá fólki sem bloggar oft eða a.m.k. stundum ... Þannig að ég kíki oft hjá þér því þú ert svo dugleg að blogga:)

Fór í magadans í gær. Mér fannst það bara þrælgaman þó að ég hafi verið frekar léleg í þessu. Frekar pirrandi að vera svona léleg í öllum hreyfingum.  En ég ætla örugglega að prófa þetta aftur.

Hlíf 19.9.2008 kl. 10:06

2 identicon

Mér finnst tímarnir stundum skemmtilegir og stundum drepleiðinlegir. Hugsa samt að ég reyni að fara í þá á þriðjudögum og svo kannski út að ganga eða í tækjasalinn á fimmtudögum.

Varstu eitthvað að spá í að kíkja í partýið á morgun?

dr 19.9.2008 kl. 12:04

3 identicon

Ég gleymdi að segja að ég skil þetta svo vel með hreyfingarnar. Ég bara hata að vera ekki góð í einhverju.

dr 19.9.2008 kl. 12:06

4 identicon

hellú :) ég lofa að sinna klukkinu þó það verði seinna en fyrr :) Heyrðu, svo er mér boðið í hvorki meira né minna en tvö afmæli annað kvöld svo að ég verð ekki allt kvöldið í íslenskupartýinu.

sjáumst hressar og vel klæddar á morgun! :)

Gyða 19.9.2008 kl. 12:56

5 identicon

Það er aldeilis. Enginn sem ég þekki heldur lengur upp á afmælið sitt eiginlega.

En ég er eitthvað að verða lasin svo ég veit ekki hvort ég fer í ferðina.

díana rós 19.9.2008 kl. 15:33

6 identicon

Af hverju fékk ég ekkert klukk???? Tengdó

Tengdó 21.9.2008 kl. 13:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband