19.9.2008 | 12:59
Sjitt
Fór á klósettið heima að pissa. Sem ég er að standa upp til að girða mig þá hrekkur klósettsetan af festingunni öðru megin og ég hendist til hliðar. Náði rétt svo að koma í veg fyrir að ég rotaði mig á vaskinum.
Ég gat ekki lagað setuna og hugsaði með mér að ég myndi fá Hrund með mér í það eftir vinnu.
Svona hálftíma, vatni og appelsínusafa seinna ákvað ég að hoppa á klósettið og pissa áður en ég hoppaði út í strætó. Ég hlammaði mér á klósettsetuna, löngu búin að gleyma að hún var aðeins föst öðrum megin. Setan hrökk af hinni festingunni og skutlaðist af klósettinu. Þar sem ég sat á setunni skutlaðist ég af með henni. Ég rétt svo náði að koma í veg fyrir að setan skylli í gólfið og brotnaði. Ég er ekki slösuð.
Ég get svo svarið það að mér líður ekki vel. Er búin að vera með smá hálsbólgu síðan í gær og hausverk. Ég vona að ég sé bara svona þreytt en ekki að verða lasin.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 56566
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heldurðu að klósettsetan hafi smitað þig af hálsbólgunni? :D Maður er greinilega ekki óhultur jafnvel á klósettinu heima hjá sér. Ég fer varlega hér eftir og athuga festingarnar áður en ég sest! hahaha
Rósa 21.9.2008 kl. 17:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.