Rigning?

Það er svo fínt veður núna að ég trúi því varla að það fari að rigna. Ég er að hugsa um að skella mér í haustferðina þótt ég sé ekki alveg hress en ég er í basli með hvernig ég á að klæða mig. Er búin að pakka kjól og sokkabuxum í tösku og var að hugsa um að skipta í partýinu eða eitthvað. Og fara þá í flísbuxum svo ég geti skellt mér í pollabuxur yfir. Ég vil hins vegar helst fara bara í kjólnum ef það er ekkert að fara að rigna svakalega. Verst að vita ekkert hvort við erum að fara að vera mikið úti.

Sjáiði hvað ég get gert mikið mál úr öllu?

Var alveg að guggna á því að fara í gær, var svo óendanlega þreytt og slöpp. Svo las ég svo upplífgandi póst frá Mími auk þess sem Sprundin benti mér á að ég myndi alltaf sjá eftir því ef ég færi ekki. Ég tók því verkjatöflu og fór snemma að sofa. Er ögn hressari í dag og stefni því á að fara. Ætla að minnsta kosti með Rakel í íþróttaskólann og þá er ég bæði mætt á svæðið (allir að hittast í Árnagarði) og hef hálftíma eftir hoppið til að fá mér að borða og svona. Sjáum hvað setur.

Þegar ég sótti Rakel í gær spurði ég hana hvort hún myndi hvað við værum að fara að gera núna þegar komið væri helgarfrí. Hún mundi eftir bæði leikhúsi og íþróttaskóla. Ég spurði hana líka hvort hún myndi eftir íþróttakennaranum, Aldísi. Aldísi? hváði Rakel og stoppaði á leið sinni upp stigann. Stóð andartak mjög hugsi og svip og spurði svo: 'Er hún konan mín?

AAAAAHAHAHAHAHAHA. Ég kafnaði næstum því við að halda niðri í mér hlátrinum.

Vá, þetta lesbíumömmudæmi er doldið mikið að rugla hana.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Díana Rós og Hrund og dæturnar Rakel og Röskva
Díana Rós og Hrund og dæturnar Rakel og Röskva
Hér skráir Díana Rós fyrir hönd litlu fjölskyldunnar hinar ýmsu athafnir hennar og deilir með ykkur sögum úr stelpukotinu þeirra í Skipasundi

Myndaalbúm

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 56566

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband