Sjitturinn titturinn

Já, sjitturinn titturinn hvað ég er enn þá þunn. Lenti í löngu spjalli við Oddnýju bestu vinkonu í gær og endaði á því að fara of seint að sofa. Rumskaði við einhver hróp og köll í Rakelinni um miðja nótt. Eða það hélt ég. Hélt að klukkan væri svona að verða hálf fimm kannski miðað við hvað ég var enn þreytt. En nei. Nokkrum sekúndum síðar hringdi vekjaraklukkan. Hálf sjö. Ég var með æluna í hálsinum þegar ég dröslaðist á fætur. Aðeins of seint og missti því af strætó. Sprundin mín keyrði mig en varð þá sjálf of sein í vinnuna. Allt gerir hún fyrir mig þessa elska.

Ég þarf svo mikið að læra en ég get varla hugsað. Verð bara að læra í kvöld eða eitthvað, get eiginlega ekki farið ólærð í spænskutímana á morgun.

Annars er ég bara að springa úr ást á Hrundinni minni í dag. Elska hana auðvitað alltaf, alla daga en fáið þið ekki stundum þessa tilfinningu að þið hafið fangað hamingjuna? Oft varir tilfinningin andartak og er svo sterk að hún er algjört kikk. Það eru forréttindi að eiga maka sem er líka besti vinur þinn. Það er magnað að geta talað um allt. Stundum er eitthvað sem mér finnst erfitt að tala um við Hrund og er ekki viss um að hún skilji en hún kemur mér stanslaust á óvart. Við áttum svo gott samtal áðan. Hún dæmir ekki, hún er skilningsrík og hún elskar mig skilyrðislaust.

Amen.

ps. Mig vantar þynnkumat. Ég er ekki að grínast. Ég hef aldrei verið þunn tvo daga í röð. Nema þegar ég varð tvítug, sturtaði í mig abcinti og var næstum búið að takast að henda mér út um glugga. Þá gat ég ekki lyft höfðinu frá koddanum fyrr en um kvöldmatarleytið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er örugglega í svipuðu ástandi og þú í dag. Gat ekki sofnað í gær, leið hörmulega af þynnku og mígreni og var stressuð. Svaf þess vegna allt allt of lítið í nótt, og þurfti að fara að kenna kl. 8:20. Var rétt byrjuð að kenna þegar ég fann mígreni-sjóntruflanirnar hellast yfir mig. Ojj. Ömó.

Ég veit alveg að ég kallaði mígrenið yfir mig með því að drekka þrjá daga í röð og fá ekki nægan svefn.

Hlíf 22.9.2008 kl. 15:47

2 identicon

Kalt kjöt bætir allt í þynnkunni eða ísköld mjólk...

Tengdó 22.9.2008 kl. 15:56

3 identicon

Hlíf mín! Þrjá daga í röð? Djöfulsins harka! Ég er ekki viss um að maður drekki minna, hafi betri stjórn á drykkjunni né sé eitthvað settlegri með árunum. Ég drekk hins vegar mun sjaldnar núna en þegar ég var yngri.

Það getur verið hættulegt að missa sig í félagslífinu.

Ég verð að beila á afró. Ég hugsa að ég myndi æla eða bara ekki geta neitt. Þá ég líka inni pössun hjá mömmu, hún getur nú ekki komið alla mánudaga (sérstaklega þar sem litli bróðir minn er í leiklistartíma akkúrat á sama tíma og þarf stundum skutl). Svo er einhver maður frá tryggingafélagi að koma og bjóða okkur betri kjör en hjá því félagi sem við erum hjá. Ég tek bara lægsta boði sko. Hann kemur átta og ég kvíði því pínu að þurfa halda einbeitingu.

Ógisslega erfitt að vera fullorðinn stundum.

dr 22.9.2008 kl. 16:05

4 identicon

Ég hef hvorki getað sofið né borðað síðan í ferðinni og það er alveg að verða komin vika. Hörmungans!!

Kristín 25.9.2008 kl. 20:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband