Seinna

Heilsa? Ekki miklu betri.

Ég þurfti bara að leggjast í sófann áðan og gera ekki neitt. Gat ekki gert neitt. Jú, hitaði mér brauð með osti og pizzasósu. Það var mjög djúsí og gott (þarf ekki meiri þynnkumat en það).

Held samt að ég sé aðeins að skána því athafnaþráin er komin yfir mig. Þegar ég er þunn fæ ég alltaf sjúklega þörf fyrir að taka til í kringum mig. Hún var fjarri góðu gamni í gær þar sem ég var varla með meðvitund en er að vakna til lífsins núna. Svo eftir að hafa gert ekki neitt í talsverðan tíma braut ég þvott, skipti á rúmum, setti í vél, ryksaug (fór ekkert rosalega vel í hornin sko, það var bara lauf út um allt eftir alla stormana í síðustu viku) og hraðlas spænska málfræði.

Núna á ég bara eftir að gera verkefni í spænsku og lesa ljóð fyrir latinobókmenntir. Og klára Frankenstein. Og sækja Rakel og elda. Og setja í þurrkara. Og baða Rakel og svæfa. Og vaska upp. Og Hrund er ekki heima til að taka utan um mig.

Bara anda rólega. Þetta er allt í lagi. Best ég einbeiti mér bara að bananum sem ég er að borða.

Annars stakk Hrund upp á því að við hefðum kósýkvöld. Færum í freyðibað og ég fengi heilnudd á eftir. Aaaahhhhh.

Verkur í höfði. Svo mikill verkur í höfði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband