Nei, hættu nú alveg

Ég er lasin!

Óþolandi.

Kannski er það þess vegna sem mér leið svona illa í gær. Í fyrsta lagi er ekki fræðilegur möguleiki á því að ég sé þunn þriðja daginn í röð og svo líður mér heldur ekki þannig. Það hefur sem sagt ekki verið mjög góð hugmynd að fara slappur í haustferð í brjáluðu veðri, drekka ótæpilegt magn af bjór og krókna úr kulda (þess virði samt, auðvitað).

Ég sem var á milljón í gær að læra. Gerði verkefni í spænsku á milli þess sem ég sinnti Rakel sem vildi tala við mig, hlusta á sögu, perla, vantaði blað, meiddi sig, þurfti að láta skeina sig, fann ekki sjálfa sig ... Hrærði í grjónagrautnum og las upphátt ljóð fyrir mig á spænsku og reyndi að láta sögudisk krílisins í tækinu inni í stofu ekki trufla mig. Náði einhvern veginn að vera búin að öllu mátulega korter fyrir átta því þá kom maður frá Verði að selja okkur tryggingar.

Fór snemma að sofa og svaf ágætlega í tandurhreinum rúmfötum en mér er greinilega ekki ætlað í skólann í dag.

Nú fæ ég magasár, yfir þessum spænskutímum sem ég missi af í dag og eru ekki teknir upp og sýndir á netinu. Og spænsku kvikmyndinni sem ég þarf að horfa á upp í Tungumálamiðstöð og ætlaði að gera í dag.

ARG.

Ætla samt að vera heima í dag og sofa og taka lærdóm með trompi á morgun því ég verð að mæta í skólann á fimmtudaginn.

ARG.

Svo er árlegt frænkukvöld í kvöld. Verð eiginlega að fara á það líka.

ARG.

Ef ég næ að sofa og hvíla mig í allan dag þá kannski meika ég það. Svo verð ég bara að læra eitthvað um helgina, eitthvað sem ég geri aldrei. Það er eiginlega mjög gott að venja sig á að klára allan lærdóm á virkum dögum og eiga frí um helgar. Þær má svo nota í neyð og í prófum.

Ég verð að ná í sængina mína.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Leyfðu þér nú að vera veik í friði og EKKI hafa áhyggjur af því sem þú þarft að gera á meðan. Spænskan reddast alveg þó að þú missir úr einn eða tvo eða þrjá tíma jafnvel. Hugsaðu um allt fólkið sem mætir eiginlega aldrei í tíma. Og lærir aldrei heima. Þú hefur alla vega mjög mikið forskot á það.

Hlíf 23.9.2008 kl. 09:49

2 identicon

ojojoj... ekki gott að vera lasin :( gaman að heyra samt að volkið var þess virði :) Láttu þér nú batna og sjáumst alveg eld á fimmtudaginn :D

Gyða 23.9.2008 kl. 16:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband