Þetta verður betra og betra

Nú er Hrund orðin lasin. Var orðin slöpp í gær og svona hundlasin í morgun. Við erum eiginlega báðar búnar að vera slappar síðan í síðustu viku, maður hefur bara ekkert tíma til að vera veikur. Krílið var eitthvað rámt líka en þó hresst að vanda svo farið var með það á leikskóla.

Núna er ég ógeðslega öfundsjúk út í Hrund sem getur lagt sig en ég þarf læra læra læra. Verð að fara í umræðutíma á morgun og þarf að lesa þrjár greinar. ÖH.

Í spænsku í gær fékk fólk að velja sér fyrirlestrarefni og fólk til þess að vinna með. Nema ég auðvitað sem var heima. Það var bara valið fyrir mig. Frábært. Fyrirlestur úr leiðinlegustu bók í heimi, ég er ekki að grínast, ég hef aldrei lesið önnur eins leiðindi. Bókin veldur mér ógleði.

Ok, ég er ekki ekki ekki í góðu skapi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband