Hvað er að gerast

Það er eitthvað að gerast inni í höfðinu á mér. Ég bara gleymi stundum hver ég er og hver ég vil vera. Það vella allskonar hlutir út úr mér sem ég meina ekki. Ég er alltaf að bíða eftir því að mér líði eins og ég sé 25 ára og fullorðin en ég snýst enn í kringum sjálfa mig eins og ég gerði þegar ég var krakkkjáni í menntaskóla. Ég bara veit ekki hvernig haustið leggst í mig og ég skil ekki fólkið í kringum mig. Hvað þá að ég skilji sjálfa mig.

Sjitt.

Mér er búið að vera illt í maganum síðan á föstudaginn og þetta er hinn klassíski magaverkur sem ég fæ þegar ég er eitthvað stressuð. Ég veit ekkert yfir hverju ég er svona stressuð, veit bara að það er ekki lærdómur. Ég þarf að róa mig niður.

Ég þarf að glósa upplýsingar um sjálfa mig þegar ég er með hutina á hreinu. Svo ég geti bara dregið punktana fram þegar ég er í bullinu og lesið um sjálfa mig: 'jáááá, svona líður mér venjulega í þessum aðstæðum, síðast þegar ég lenti í þessu þá brást ég svona við og það voru algjör mistök, það er betra að gera þetta hinsegin núna, einmitt já, þetta eru mín lífsmottó, ok ég fíla ekki svona fólk og ég vil ekki láta koma svona fram við mig ...'

Málið er bara að allt breytist svo hratt, hjá mér og hjá öðrum og ég næ ekkert að uppfæra mig á blaðinu.

Það er eitthvað hrikalegt eirðarleysi í mér. Ég þarf að fá útrás fyrir einhverju einhvern veginn.

Það er illa gert af lífinu að láta mann alltaf hafa sem mest að læra þegar heilinn starfar ekki sem skyldi.

Og Oddný. Ég veit að þú ert að lesa þetta og sálgreina mig. Hættu því. Hringdu í mig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband