11.10.2008 | 13:52
Á!
Áðan var ég að hoppa í rúminu sem endaði með því að ég hoppaði upp í súðina og meiddi mig allsvakalega í höfðinu. Svo hlunkaðist ég ofan á hina skelþunnu Hrund sem kippti sér nú lítið upp við það, vön klikkinu í mér.
Mér er hins vegar helvíti illt. Vonandi fékk ég ekki heilahristing.
Ótrúlegt fjör hjá Gyðu. Fimbulfamb, spjall og drykkjulæti. Nei, segi svona. Við erum öll svo settleg. Eða þannig. Þrátt fyrir ótæpilegt magn af kokteilum og fjögurra tíma svefn er ég eiturhress. Eða þannig. Eins og hægt er að vera.
Svöng.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 13:54 | Facebook
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
blæðir nokkuð? ertu með skurð? ef þú heldur að þú sért með heilahristing geturðu komist að því með að leggja þig og ef þú getur ekki vaknað (krefst þess að einhver sé með meðvitund til að vekja þig) ertu með hristing og þarft á Lansann!! Hvað á það líka að fyrirstilla að vera að hoppa í rúminu!! Gott að rauðhærða undrabarnabarnið mitt sá ekki aðfarirnar!
aro7 11.10.2008 kl. 16:04
Já, vá maður. Botna ekkert í mér. Hlýt að vera svona illa upp alin
Díana Rós og Hrund og dæturnar Rakel og Röskva, 11.10.2008 kl. 22:27
Takk fyrir kvöldið!!! Rosa gaman! Las á Mími að þú hefðir farið í sjómann?? Hvar var ég þá? Vannstu ekki örugglega? :)
Gyða 12.10.2008 kl. 10:36
Ég man ekki alveg á hvaða tímapunkti þetta var en ég man að bæði Nonni og Hrund voru komin svo þetta var frekar seint. Það er svo fyndið að þegar ég er komin vel í glas þá tek ég bara eftir hlutum sem eru í um eins metra radíus frá mér. Við vorum upp og ég man að Nonni sat í sófanum og ég og Hlíf á gólfinu. Mig minnir að þú hafir verið uppí rúmi á trúnó með kærustunni hans Steina. Og ég man að það var Hrund sem vildi endilega að ég færi í sjómann af einhverjum ástæðum.
Sko. Hrund læsti hendinni sem er auðvitað svindl en þegar hún hætti að svindla þá rústaði ég henni að sjálfsögðu. Það var Hrund sem benti mér upprunalega á það hvað ég væri sterk og eftir það hefur hún verið pínu hrædd við mig. Svo fórum við Hlíf í sjómann og vorum nokkuð jafnar. Ég vil halda því fram að það hafi verið vegna þess að ég var orðin svo þreytt eftir sjómanninn við Hrund. Þegar við vorum búnar að vera jafnar nokkuð lengi urðum við mjög þreyttar og hættum.
Manst þú eftir því að ég hafi dottið? Ég hlýt að hafa dottið í stiganum.
Díana Rós og Hrund og dæturnar Rakel og Röskva, 12.10.2008 kl. 11:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.