Búhú

Meira ógeðið. Það endaði með því að það kom upp úr mér og niður úr mér stanslaust milli sjö og ellefu í gær. Mest samt upp úr mér og ég hélt bara að ég myndi missa meðvitund á tímabili. Freistaðist til þess að fá mér klaka og nokkra sopa af eplasafa en það vildi út um leið. Eftir það gafst ég algjörlega upp á því að fá mér eitthvað og er búin að vera að drepast úr þorsta hreinlega.

Náði einhvern veginn að sofna í gær og svaf að sjálfsögðu hræðilega. Klukkan sex í morgun byrjaði ég svo að fá einhverja magakrampa sem fengu mig til að engjast um og vola í tvo tíma (Hrund til mikillar gleði). Náði að drekka nokkra sopa af vatni og um átta voru verkirnir að fara. Þá var kominn tími til að fara á fætur. Lufsaðist hér um með æluna í kokinu og greiddi Rakel og eitthvað meira sem ég man ekki.

Ég bara trúi ekki að ég þurfi að skrifa ritgerð í allan dag. Ég er svo illa sofin og orkulaus. Var að fatta að það fer að verða liðinn sólarhringur síðan ég borðað samloku (með túnfiskssalati, ælti það hafi verið magapest í henni?) og það er kannski pínu langur tími án þess að borða nokkuð. Fékk mér nokkra sopa af bláum Gatorade áðan sem við eigum enn eftir að Rakel var veik og á víst að bæta manni upp sölt og svona sem maður missir með ælunni. Mikið er þetta vont gutl. Krossa svo bara putta núna og vona að ég þurfi ekki að skila þessu eftir smá stund.

Mér finnst þetta ekki sanngjarnt. Ég gæti mjög vel grenjað en þá myndi ég líklegast ofþorna alvarlega.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er að ganga í gegnum NÁKVÆMLEGA það sama!! OJJJ bara!! Byrjaði kl. 2 í fyrrinótt og hætti ekki fyrr en um hádegið í gær. En þetta er eiginlega gengið yfir núna svo það er gott! Úff og þessi magakrampi, ég hef nú bara aldrei lent í öðru eins, ég stóð nánast á öskrinu!

Allavega... ég vona að þetta gangi fljótt yfir og þér batni brátt dúlla ;) Drekka bara eplasafa, kók, borða ristað brauð ef þú getur eða bara súpu eða heitt vatn með smá sykri - það segir hjúkkan í skólanum hjá mömmu!

Kristín 19.11.2008 kl. 13:55

2 identicon

Ojjjjj það er svo ógeðslegt að vera svona! jukk! Ji þið báðar með þetta... vona að þetta sé ekki eitthvað að ganga í vinnufjölskyldunni.... eða að þetta hafi verið maturinn hjá mér! Nei, algjörlega gegnsteiktur og skraufþurr kjúklingur getur bara ekki verið með salmónellu.

Bláberjasúpa á víst líka að vera góð í magapestum.

Hlíf 19.11.2008 kl. 14:13

3 identicon

láttu þér batna elsku ástin mín.

Æla er viðbjóður sem ætti að banna með lögum!!!!!!!!!!! vesen að þú skulir verða veik í messta stressinu....... en mundu bara "hvað er það versta sem gæti gerst" ræðuna sem ég held fyrir þig rétt fyrir hver annar lok ;o) 

Oddný 19.11.2008 kl. 14:58

4 identicon

Það eru allavega 10 ára síðan ég fékk síðast svona magakveisu, stóð þær allar af mér þegar ég var að vinna á leikskólanum. En ó my lord. Ég var farin að ákalla mömmu mína á tímbili í gær (í huganum samt), hefur sjaldan liðið eins illa. Gat svo ekkert lært í dag. Lagði mig í tvo tíma og fór svo á fætur til að læra. Píndi mig í sturtu og borðaði nokkrar skeiðar af bláberjasúpu. Kveikti á tölvunni. Fór aftur að sofa. Ég er bara algjörlega búin á því og verð vera hress á morgun og fara í skólannn.
 
Svo er Hrund komin heim úr vinnunni og byrjuð að æla ...

dr 19.11.2008 kl. 16:10

5 identicon

Díana....þetta er túnfiskurinn! ég er að segja þér það! Elsku stelpa láttu þér nú batna.....hrísgrjón, AB mjólk og brauð er alltaf gott maga ef þú getur haldið því niðri!

inam 19.11.2008 kl. 17:44

6 identicon

Allamalla!! Þetta eru nú meiri hrikalegheitin, nei Hlíf, þetta er örugglega ekki kjúklingurinn þinn góði, ég er alveg ósnortin af þessu! Verð það líka vonandi áfram, þetta er það versta í heimi!! Láttu þér nú batna Díana mín... þetta gengur barasta ekki :(

Gyða 19.11.2008 kl. 18:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband