6.12.2008 | 14:08
Jólakort maður
Skrifaði 20 jólakort í gær og á bara 1 eftir. Það mætti halda að ég hefði verið rorrandi full þegar ég var að skrifa þau, ég gerði endlausar villur og krotaði hjörtu yfir. Sérstaklega var síðasta kortið svo mikið bull og af þeim sökum svo fyndið að mamma næstum pissaði á sig af hlátri. Það á ekki eftir að fara framhjá manneskjunni sem fær kortið að hún hafi fengið það, sem betur fer var það samnemandi með húmor.
Ég hef fengið nýja sýn á heiminn. Það gera nýju gleraugun. Endaði mjög græn í gær, með græn augu, grænan augnblýant, græn gleraugu og græna eyrnalokka. Flott sko.
Gleymdi að setja á óskalistinn að okkur Hrund vantar náttbuxur, stórar náttbuxur. Og svo langar mig alltaf í grænmetisuppskriftabók.
Bebelingurinn minn á afmæli á mánudaginn. 17 ára bjútíkvín með bílpróf. Fallegasta Rósin.
Jæja, þá er ég hætt að reykja aftur. Var hætt í 3 mánuði og reykti svo í 1 og er hætt aftur og ætla ekki að byrja aftur. Hætti á mánudaginn og þetta var bara miklu léttara en í fyrra skiptið. Horbjóður samt. En auðveldara.
Það var nú eitthvað meira sem ég ætlaði að skrifa en ég man það ekki. Sem betur fer því ég horfði á seríu tvö af Sugar rush til fjögur í nótt, var að vakna og þarf að drulla mér læra. Nú eru það straumar og stefnur.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 14:10 | Facebook
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég hef lítið að segja, finnst bara ókurteisi að lesa bloggið þitt og kommenta ekki. Var að ná upp dágóðumskammti núna. Díana mín, þú munt ekki drepa fuglinn þinn! Við fjölskyldan áttum fugla í mörg mörg ár og ekki man ég eftir því að það hafi verið mikil regla á matargjöfunum...
Svo vil ég samhryggjast þér vegna frænku þinnar.
Ohh.. Hvað mig langar til RA núna.. Í hitann og sólina.. Ekki jarðaför samt :S
Tinna Rós 6.12.2008 kl. 18:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.