Pétur

Sætasti grágurinn í heiminum bættist í fjölskylduna í gær, nefnilega litli gárinn Pétur páfagaukur. Hann ætlaði ekki að koma til okkar fyrr en á miðvikudaginn en það hentaði betur að hann gerðist fjölkskyldumeðlimur í gær.

Ég og Sprundin fórum og versluðum í gær fyrir afmælið hennar Rakelar (sem er ó svo mikil klikkun, 40 manns eða eitthvað álíka, held ég geri þetta ekki aftur en verður vonandi gaman ef Rakel eða ég förum ekki á límingunum bara) og ákváðum að líta inn í Dýraríkinu í Blómaval og kaupa það sem vantaði. Vorum búnar að fá þetta fína búr gefins og eitthvað dót með en vildum hafa allt tilbúið þegar við keyptum fuglinn. Sami fugl og ég tók eftir fyrr í vikunni þegar við vorum að kaupa jólatré fangaði athygli mína um leið. Agnarsmár, piparmyntugrænn og algjör fjörkálfur. Það endaði með því að við tókum hann með okkur heim í litlum kassa. Ég sussaði og bíaði á meðan Hrund fór út að hita bílinn og svo keyrðum við ofur varlega. Meðan ég gekk frá vörunum þreif Hrund búrið og dótið og Pétur gekk fram og til baka í kassanum sínum. Við vorum bara allt í einu búnar að nefna hann Pétur. Ætluðum að leyfa Rakel að nefna hann en okkur datt Pétur strax í hug þar sem það er uppáhaldsnafnið hennar Rakelar. Hún skírði bróður sinn ófæddan Júlíus og gamla dúkkan hennar Hrundar fékk að halda Pétursnafninu en annars heita hennar bangsar ekki neitt eða skipta um nöfn daglega. Við ætluðum nú ekki að fara að skíra fuglinn Júlíus svo Pétur lá beint við.

Allavega. Við opnuðum kassann við opið á búrinu og vonuðumst til að Pétur myndi fara sjálfur inn. Sem hann gerði. Svo duglegur! Hann skoðaði sig lengi um í kassanum og mat aðstæður en svo lét hann bara vaða. Og hann er alveg ótrúlegur. Oft eru fuglarnir bara í losti í tvo daga en hann fór aðeins í fuglabaðið sitt og nartaði í nammið sitt, labbaði fram og til baka í búrinu og í gærkvöldi var hann kominn í þvílíkan leik í rólunni sinni. Inn á milli man hann samt að hann er skíthræddur og litla hjartað berst af svo miklum krafti í brjóstinu að hann hristist og skelfur.

Gyða fuglaáhugamaður og sérfræðingur kom svo og mat fuglinn, aðbúnað og staðsetningu og gaf okkur góð ráð. Talaði við Pétur með fuglaröddinni sinni og bondaði aðeins við hann áður en við Gyðus fórum að læra.

Pétur situr núna á prikinu sína alveg steinhissa á þessu öllu saman. Var alveg ruglaður þegar hann vaknaði og mundi ekkert hvar hann var. Heilsaði mér þegar ég bauð honum góðan daginn með litla gogghljóðinu sínu (hann er ekki tilbúin til að gefa meira af sér strax sko og ég skil það alveg) en situr núna bara á einu prikinu og andar voða hratt. Hann er samt svo duglegur! Ég dýrka hann.

Málið er að Rakel er hjá Robba svo við gátum gert þetta allt í ró og næði og leyft honum aðeins að venjast aðstæðum áður en skvettan kemur heim. Það er aðeins öðruvísi pabbakerfi hjá okkur núna þegar ég er í prófum og svona og í raun er mömmuhelgi. Það kom sér hins vegar mjög vel að hún væri að fara og þegar hún verður sótt á eftir fær hún bara að vita að það sé strákur sem heitir Pétur að bíða eftir henni. Annars er rauðhaus lasin og búin að vera síðan á laugardag svo hún er bara heima hjá pabba sín núna að knústast. Vonum bara að hún verði orðin frísk fyrir afmælið og svona.

Almáttugur. Ég er alltof tjilluð fyrir þessi próf. Er búin að glósa fyrir öll fögin en ekkert búin að lesa það yfir og fer í próf á miðvikudag. Ég hlýt samt að geta þetta. Gekk ágætlega í prófinu í málfræði III, vona að ég lækki ekki mikið í einkunn. Fékk 9 í málfræði I og 8 í málfræði II svo 7 í málfræði III liggur beint við en ég vona að ég verði aðeins hærri en það. Mér á að geta gengið vel í kvikmyndum og latinobókmenntum, prófin gilda 60% og 50% og ég er með mjög fínar einkunnir í því sem ég er búin með held ég. Svo eru það Straumarnir og stefnurnar. Ég hélt ég skildi þetta ágætlega en svo var ég að læra með Gyðu í gær og það er greinilegt að maður á að skilja þetta betur en ég geri. Sem ég geri ekki svo ég er örugglega fokkt þar. Vúhú!

Svo fæ ég allar bestustu heim um jólin. Hildur er komin, Katla kemur 19. des. og elsku Oddný kemur 29. des. Ég ætla að reyna að fá þær allar í mat ásamt Títu fínu milli jóla og nýárs. Jeij!

Heyriði. Ég vigtaði mig aftur og ég var eiginlega ekkert búin að þyngjast. Kannski um 200gr og kannski var það bara dagsformið. Í tilefni af því fór ég í kjól sem ég keypti í London og hef ekki farið í í meira en ár af því að hann sýnir spikið mitt svo vel. En hef fengið hrós eftir að fór í hann, frá ömmu sætu, sem vill nú hafa mann örmjóan en fannst ég samt flott, og mömmu og svona (en það er nátla ekkert að marka mömmurnar sem sjá ekki sólina fyrir frumburðum sínum). Og svo sagði Gyða að kjóllinn væri mjög flottur og ég labbaði um í honum á Háskólatorgi í gær. Fyrir framan fullt af fólki. Mig svimaði pínu af því að það var svo erfitt en ég gat það. Er ég ekki dugleg?

Á eftir að baka eina smákökusort. Ef Rakel verður veik á morgun held ég að ég reyni að vera með hana heima í stað Hrundar, allavega hálfan daginn, af því að Hrund er búin að vera svo mikið veik síðan hún byrjaði í nýju vinnunni. Ég verð bara að reyna að læra með lasarusinn heima eða eitthvað. Próf eru nú meira ruglið. Eins og maður geti bara sett lífið og fjölskylduna í frost af því að maður þarf að sanna að maður muni allt sem kennararnir gubbuðu út úr sér á önninni. Anywho. Aldrei að vita nema í skelli kökurnar með lasarusnum ef svo ber undir.

Ég tala eins og ég sé alltaf bakandi, yfir höfuð og um jólin. Nei, nei, nei. Mér finnst fátt leiðinlegra en að baka, alveg ömurlegt hreinlega og baka alltaf bara kurltoppa um jólin. En núna í kreppunni látum við heimabakað bakkelsi fylgja með jólagjöfunum svo ég varð að baka þrjár sortir til að hafa nægilegt magn og fjölbreytni.

Svo kom ég því loks í verk áðan að gerast heimsforeldri, munar ekki um þúsara hvort sem er og bara ekki hægt að lifa án þess að reyna að hjálpa náunganum. Ætla svo að kaupa geit eða hjálpa til við byggingu brunns eins og við Hrund gerum fyrir hver jól.

Jól. Þau eru bara alveg að koma og ég held ég hlakki pínu til. Get svo svarið það. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert duglegust, ekki spurning þó ég sé ekki marktæk Geturðu ekki talað blíðlega við Pésa eða lesið upphátt úr skólabókunum, viss um að bókmenntafræði hefur góð áhrif, svo ég tali ekki um ómþýðu, ylhýru spænskuna

mútta 15.12.2008 kl. 10:41

2 Smámynd: Díana Rós og Hrund og dæturnar Rakel og Röskva

Heyrðu, hann er orðinn rólegri, litli strákurinn minn. Situr enn á sama prikinu en er búinn að vera að tala við mig, tísta, syngja og spjalla. Hann er bara ótrúlegur, ekkert smá fljótur að aðlagast enda svo góður andi á þessu heimili. Fólki og fuglum líður vel hérna.

Díana Rós og Hrund og dæturnar Rakel og Röskva, 15.12.2008 kl. 11:10

3 identicon

elsku kallinn hvað hann er duglegur!!! Mikið er hann sætur og heppinn þar sem hann situr á besta stað í stofunni hjá ykkur skemmtilegu stelpunum!! :) :) Ég hlakka svo til að heyra hvernig Rakel bregst við :D

Jóla... jóla jóla... Mikið verður það gott...

Gyða 15.12.2008 kl. 15:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband