Ó svo róleg

Já, er enn þá frekar tjilluð. Finn samt alveg að spenningurinn og stressið er að fara af stað í maganum en ég er samt með þetta allt undir contról. Fór í hitting í gær þar sem við fórum yfir latinobókmenntirnar og ég komst að því að ég er alls ekki eins illa lærð fyrir það próf og ég hélt, ég er bara með þetta nokkuð vel á hreinu. Það verða 4 ritgerðarspurningar í prófinu og ég er yfirleitt ekki í vandræðum með að skrifa og túlka svo þetta ætti að vera í lagi. Las svo yfir íslenskuglósurnar í gær, er eitthvað að reyna að leggja þetta blessaða drasl á minnið en það gengur ekkert of vel. Stefni að því að lesa þær glósur aftur í dag sem og glósur fyrir kvikmyndir. Svo er bara bókmenntaprófið í spænsku á morgun og með því byrjar fjörið. Þrjú próf í röð og afmæli framundan. En allt undir contról ...

Æ, annars er stundum svo erfitt að vera manneskja. Ég hef sjaldan átt eins ljúf próf og núna (7-9-13), það hefur alltaf verið eitthvað drama og vesen og ég ekki náð að einbeita mér nógu vel að prófunum sem hefur líklega haft einhver áhrif á einhverjar einkunnir. Ætli ég verði ekki að reyna að sætta mig við að útskrifast með 8,5 í meðaleinkunn þótt ég hefði nú viljað fá hærra. Vil allavega samt fá 8,5 svo nú er að duga eða drepast.

En sumst. Já, mér finnst oft erfitt að vera manneskja og ég er ekki ein um það. Talaði við eina yndislega vinkonu mína í gær sem á stundum í erfiðleikum með hugann eins og ég. Ég óskaði þess á meðan við töluðum saman að ég gæti strokið henni um vangann í gegnum í símann. Næst þegar ég hitti hana ætla ég að gefa henni ærlegt knús. Önnur af mínum kærustu er að ganga í gegnum margt núna. Getur verið erfitt þegar lífið ákveður fyrir mann að það sé komið að ákveðnu uppgjöri og spyr ekki að því hvort maður sé tilbúinn eða hvort þetta sé góður tími. Mig langar bara að taka hana, stinga henni í hlýju vasa míns og gæta hennar þar þangað til þetta er allt yfirstaðið. Vildi að ég gæti tjáð með orðum hversu vænt mér þykir um þessar vinkonur mínar.

Hrund náði í orm til pabba síns í gær og sagði honum að strákur að nafni Pétur biði hennar heima. Hún vissi ekkert meira en það og að hann sæti á priki. 

'Er hann fæddur' hrópaði hún af gleði við þessi orð móður sinnar.

Úps. Barnið hélt að langþráður bróðir hennar væri fæddur og biði hennar heima. Viðbrögðin þegar hún sá fugl í búri í stað í bróður síns voru:

'Fugl' FootinMouth

Og var greinilegt á tóninum að hann var ekki eins merkilegur og litli bróðir hennar. Og svo mátti hún ekki vera með læti í kringum hann og hann var hræddur við hana og hún mátti ekki taka hann út úr búrinu. Og hún var skítfeimin við hann.

En í dag er hún glöð með hann, hjálpaði mér að snurfusa hjá honum og talaði aðeins við hann. Bíður spennt eftir því að við getum tekið hann út úr búrinu og er mjög óþolinmóð. Ég sagði henni að þetta væri eins með fugla og lítil börn, maður þyrfti að fara varlega og vera þolinmóður. Ég á von á því að viðbrögð hennar við litla systkini sínu, hvenær sem það kemur í heiminn, verði svipuð. Það á ekki eftir að geta leikið við hana og á ekki eftir að geta gert neitt og kannski orgar bara þegar hún er að reyna að tala við það. Það er því gott að Pétur kenni henni að tækla þetta. Og þetta á eftir að verða svo gaman þegar Pétur er orðin heimavanur og vinur okkar allra. Er hæstánægð með þessa gjöf handa Rakel og að vera loks komin með lítinn strák í fjölskylduna.

Rakel er enn veik. Við ætlum að baka og hafa það gott á milli þess sem ég glugga í glósurnar.

Best að hefjast handa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég skil vel vonbrigðin... Búið að gera barninu þvílíkar vonir um að heima hjá henni væri lítill bróðir á priki... svo í staðinn var bara fugl! Hvusslags ;)

Gyða 16.12.2008 kl. 15:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband