18.12.2008 | 10:08
Stóra stelpan mín
Já, litli, rauðhærði, búttaði, tannlausi, sköllótti búddistinn minn er 4 ára í dag. Sniff. Það er þrjú ár og 10 mánuðir síðan ég kynntist henni fyrst og hún var ekki lengi að vinna hug minn og hjarta. Þegar ég horfi á engilinn sofa á kvöldin fyllist ég svo mikilli gleði og stolti yfir að hafa átt þátt í að skapa þennan litla einstakling því þótt hafi engin gen frá mér þá hefur hún margt annað. Alveg sama hvað framtíðin ber í skauti sér hef ég markað spor mín í þetta barn og það er yndisleg tilfinning.
Sko, ég er strax byrjuð að grenja. Ég hef varla gert annað í þessum prófum og tek til baka að þau hafi verið dramalaus.
Rakel fór í leikskólann í morgun í fínu pilsi og stuttermabol, í Spidermansokkabuxum við og með hauskúputattú á handleggnum. Við gerðum díl um að ég fengi að hafa fallega hárið slegið að mestu en setti í staðinn tvær litla Línufléttur í það. Mér finnst þetta bara svo lýsandi fyrir Rakelina mína: Hauskúpur og pils, sítt hár og spidermansokkabuxur. Og þetta endurspeglar hversu áhrifamikið uppeldið er. Þið vitið öll að við Hrund höfum varist stelpu þessu og stráka hinu með kjafti og klóm. Börn eru börn og það þarf ekkert að skilgreina þau út frá kyni. Á nær hverjum degi ítrekum við þetta við Rakel og leiðréttum þegar hún talar um strákaliti og stelpudót. Og þetta er greinilega ekki vonlaus baráttu því leyfir sér að hafa áhuga á því sem hún hefur áhuga á burtséð frá því hvort það er markaðssett fyrir stráka eða stelpur.
Í gær var ég næstum farin á límingum þegar strætó skilaði mér korteri of seint í próf. Ég hafði sofnað reið kvöldið áður og vaknað reið (af ástæðum sem ég ætla sannarlega ekki að blanda ykkur í) og það rauk úr eyrunum á mér í strætódruslunni. Ég var hreinlega á öskrinu inn í mér. Jólin hafa lengi verið mér erfið og ég á mjög erfitt með að tengja þau einhverju gleðilegu (bara vegna slæmrar heilsu hreinlega, hefur ekkert með fjölskylduna að gera). Þegar ég var sem veikust fór ég að gráta þegar mamma spurði mig hvort við ættum að hafa snickers- eða marssósu með jólaísnum. Ég bara réð ekki við að hugsa um að borða ís einu sinni. Fyrir utan það þá var ég svo illa haldin af matarskorti að ég sofnaði í sófanum áður en við byrjuðum að opna pakkana. Oj bara. Eftir að ég flutti að heiman og sjúkdómurinn var ekki eins skæður bara missti ég mig í einhverju stressi og væntingum til jólanna. Bleh. Ég gefst hins vegar ekki upp og trúi því að þessi jól verði góð. Ég skulda fjölskyldunni minni það sem alltaf reynir að gera allt fyrir mig.
Ég verð að losna við þetta svarta ský úr höfðinu. Ég er orðin svo þreytt á því.
Ætla bara að hugsa um fallega, heilbrigða barnið mitt sem ég söng afmælissönginn fyrir í morgun.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til hamingju med Rakel :) Hafid tad sem allra best skvisur
Arna 18.12.2008 kl. 15:57
Til hamingju með lita skottið i gær. Vel heppnað barn hjá ykkur:)
Hlíf 19.12.2008 kl. 11:18
Vá hvað tíminn líður... við tvær eigum þessu litla skotti ýmislegt að þakka (þú veist hvað ég á við) kysstu hana og knúsaðu frá mér.
Ég sendi pakka í gær (fimtudag) til þín þar er fjölskyldu gjöf og kort í bæinn þinn(allir geta valið hvað þeir vilja úr honum) og pakki og kort til kötlu stærri pakkinn er til ykkar litli til kötlu
9 dagar þangað til ég kem..jeijj
Odda Podda 20.12.2008 kl. 02:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.