Og þá er ...

... stórveislu ársins lokið og heppnaðist hún með eindæmum vel. Ég er búin að hitta Kötlu og Hildi sætu fínu sem er komnar til landsins. Við erum búnar að fara í Ikea og kaupa bókhillu fyrir bækurnar sem ég á eftir að fá í jólagjöf. Ég dröslaði líka risavaxna jólatrénu inn af svölunum og var við það næstum frosin í hel. Hrund tálgaði af fætinum og kom því fyrir á sínum stað. Rakel fór allt of seint að sofa í gær af því að það var svo mikið að gerast. Fórum beint að baka piparkökur og skreyta hjá mömmu þegar hún kom frá pabba sínum og þegar við komum heim varð hún aðeins að fá að setja saman legóið, fara með mömmu sinni upp á hálaloft, borða eina sneið af Spidermanköku og dást að trénu. Ég er búin að fara á próflokadjamm, sofa í tólf tíma sökum uppsafnaðar þreytu, pakka inn tveimur jólagjöfum, bjóða tengdapabba í jólamat, leika við Pétur, setja tónlist inn á nýja ipodinn minn og bölva rigningunni í dag því ég ætlaði að rölta um með Gyðunni í jólasnjónum sem er núna farinn.

Þetta var kannski svolítið ruglingslegur texti og ekkert þarna í tímaröð en jólin eru að koma og ég gerði svolítið í morgun sem er leyndarmál en gerði mig ofsa glaða og bara. Ekkert meir.

Yfir og út.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæj :) Vettlingarnir þínir eru fundnir! Þeir voru í bílnum mínum. Ég er hins vegar komin í sveitina góðu en mun passa upp á þá þangað til ég kem aftur í bæinn eftir áramótin :)

Eyrún Eva 22.12.2008 kl. 15:22

2 identicon

Það var reyndar enginn snjór í kringlunni, en fínasta rölt hjá okkur engu að síður! :)

Gyða 22.12.2008 kl. 20:54

3 identicon

Gleðileg jól Díana mín, hafið það sem allra best yfir hátíðarnar.

Jólaknús til ykkar allra!

Tinna Rós 26.12.2008 kl. 00:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband