Hundrað

Í  gær pakkaði ég inn hundrað pökkum, fór svo upp í rúm og sofnaði á u.þ.b. hundrað sekúndum. Í morgun skreytti ég jólatré með H og R og eru nú á því um hundrað kúlur. Svo bjó ég til hundrað pönnukökur og kakó með og tróð í liðið áður en ég skóflaði því út um dyrnar. Svo fór ég í gegnum fötin hennar Rakelar sem og útiföt og tróð í hundrað poka sem ég fór með upp á loft. Ég vaskaði upp hundrað brothætta hluti, þurrkaði af hundrað húsgögnum, gekk frá hundrað hlutum, braut hundrað flíkur, setti í hundrað vélar og þurrkara og ryksaug svo húsið, ekki á hundrað því ég vildi gera þetta almennilega. Nú á ég eftir að setja hangikjöt í pott, þrífa vaska, klósett, bað, sturtu, spegla, borð og gluggakistur með hreinsefni (lífrænu ó já), tusku og svamp að vopni. Og vatn auðvitað blessað. Þar á eftir ætla ég að taka til kvöldmat handa sísvöngu liðinu en eftir það ætla ég í bað sé mín ekki frekari þörf. Þar ætla ég svo að liggja og hvíla mig eftir þessa þorláksmessu. Svo ætla ég að spila við rauðhaus eins og ég lofaði og hafa kvöldkaffi í tilefni dagsins því af hverju í fjandanum var ég annars að baka svona helvíti mikið í prófunum.

Ef þú vaknar klukkan níu og sest bara einu sinni niður til að borða klukkan ellefu og svo næst klukkan þrjú líður þér eins og allt sem þú gerðir hafi verið margfaldað með hundrað. 

Hundrað.

Þetta er alls ekkert leiðinlegt. Eða sko að þrífa er viðbjóður en ég vil hafa hreint. Og samt er þetta ekkert nein svaka jólahreingerning. Hrund er bara í vinnunni svo ég er ein að þessu og ógisslega lengi að því.

Svona er maður duglegur.

Of svöng til að skrifa meira.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband