púff

Andinn bara vill ekki koma yfir mig á nýju ári og ég hef enga þörf fyrir að blogga. Þetta hlýtur samt að fara að koma, ég lofa. Get allavega sagt ykkur að lekinn var ekki eins mikill og við héldum fyrst, eða sko afleiðingar hans voru ekki eins slæmar og við héldum. Erum búnar að vera að þurrka steypuna og er hún bara að verða tilbúin til að fá á sig nýtt gólfefni, við þurfum ekki að leggja nýjar flísar, bara laga aðeins til og erum komnar með eina glænýja þvottavél í boði tengdó. Ég er að segja ykkur það, það er búið að fjárfesta svo mikið í okkur Hrund að við getum aldrei hætt saman. Eins gott að löngunin til þess komi ekki upp.

Ég hef ekki þyngst í jólafríinu. Þetta er kraftaverk. Nei, þetta er afrakstur þrotlausrar vinnu sem er rétt að byrja. Það þýðir samt ekki að ég sé ekki feitabolla en ég er allavega feitabolla sem er ekki að fitna.

Rakel hefur sérstakan stað fyrir bogamenn í lífi sínu enda bogamaður af bestu gerð sjálf. Finnst Tristan bróðir Hrundar úber kúl gaur og Elísabetu sína hefur hún elskað frá fyrstu sýn. Sambandið milli þeirra er sérstakt og einstaklega fallegt. Og svo sagði ég rauðhaus í gær að á morgun værum við að fara hitta Gyðu sem hún hefur hitt einu sinni áður. Það var í sumar og þær urðu strax bestu vinkonur og léku sér svo fallega að ég fékk tár í augun. Barnið mundi alveg hver Gyða var. Fór strax að rifja upp atriði úr leiknum þeirra og ég bara átti ekki til orð. Vissi ekki að börn væru svona minnug.

Held ég sé alveg að verða búin að ákveða mig. Held ég ætli í master í hagnýtri ritstjórn og útgáfu.

Frá því á aðfangadag hef ég verið frísk í samtals fjóra daga. Fyrst var ég með flensu í viku og þá frá og með aðfangadegi, var svo frísk í tæpa þrjá daga en fékk þá streptókokka og í dag er ég frísk. 7-9-13.

Einkunnir voru sæmilegar, ein átta, tvær átta fimm og ein nía. Ég er hins vegar ekki ánægð með aðra átta fimmuna og er viss um að ég hafi átt að fá hærra. Er að vinna í þessu.

Rakel er engill í lífi okkar, ég elska hana meira með hverju árinu, hún er brjálæðislega vel heppnuð manneskja og einstaklega vel upp alin sem gerir henni lífið auðveldara. Hún hefur mýkstu hendurnar og fallegustu orðin og í faðmlagi hennar er að finna tilgang lífsins.

Yfir og út í bili.

ps. Jól og áramót voru sérstaklega vel heppnuð, ljúf og loðin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hlakka til að hitta Rakel á föstudaginn, enda er hún algjör snillingur og gylliboðin hennar um heimsóknina ómótstæðileg :D Við ætlum sko að perla og lesa og tala við Pétur og... :)

Gangi ykkur vel að ná fjörfuglinum inn í búr :)

Gyða 7.1.2009 kl. 20:20

2 identicon

Þú hefðir átt að sjá rauðhaus þegar þú varst að lesa fyrir hana. Megnið af tímanum starði hún á þig með aðdáun og gleymdi að skoða bókina. Þið Elísabet eigið sérstakan stað í barnshjartanu hennar, einhvern samhljómur þarna.

Eftir þriggja tíma útiveru hafðist það, Pétur fór inn í búr. Við enduðum á því að setja lokið á búrinu yfir hann. Héldum að hann yrði kreisí en hann beið bara rólegur á meðan við settum það yfir hann, hoppaði svo upp á prik og fékk sér að borða, ýkt svangur. Sætastur.

dr 7.1.2009 kl. 21:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband