12.1.2009 | 17:33
Helgin
Ég var nú svo full megnið af helginni að ég er ekki viss um hvað gerðist.
Nei. Það er lygi.
Glápti á sjónvarp með spúsunni á föstudagskvöldið. Fórum svo snemma að sofa eins og öldruðum hjónakyrnum sæmir. Fórum í Bónus af illri nauðsyn á laugardaginn og á eftir til mömmu þar sem ég hrærði í vöfflur sem ég svo bauð upp á með sultu og rjóma. Las á meðan skottið var í bílaleik og Hrund einbeitti sér að nýjasta áhugamálinu sem er að þæfa. Hún bjó til þetta líka fína ipodhulstur handa mér og eyddi megninu af deginum í það. Borðuðum hakk og tacoskeljar af bestu lyst hjá mömmu áður en við fórum heim þar sem Rakelin skreið undir sæng, ég horfði á mynd og Sprundin lagði parketið inni í svefnherbergi. HALELÚJA. Lögðumst heldur betur sáttar til svefns í síðasta skiptið (vonandi) í stofunni.
Robbi leit inn á sunnudaginn og knúsaði krílið sitt. Var látinn hjálpa til við að bera húsgögn. Ég er helvíti sterk, sterkari en Hrund segir hún (og það er líklega rétt) en hún vill samt alltaf endilega bera allt fyrir rósina sína. Hún bar því með Robba á meðan ég töfraði fram skyr, flatkökur og eggjasalat. Eftir það og heilmikið af ávöxtum náðum við stelpurnar mínar í mömmu og Bebe og skelltum okkur í Kolaportið. Við keyptum 10 bækur (ég bara kemst í vímu innan um bækur, þvílíkar gersemar) og eitthvað kínverskt töfrapúsl sem þær mæðgur liggja yfir öllum stundum. Gáfum svo soltnum öndum, frosnum svönum og frekum gæsum brauð og fengum okkur sjálfar kakó og með því á eftir.
Héldum svo í Hagkaup að kaupa fisk sem við keyptum en auk þess náðum við í þrenn skópör á gríslinginn á 4500 krónur. Mér finnst alltaf svo blóðugt að kaupa eitt par á barnið á rétt um 5000 krónur, þetta endist svo stutt. Mér finnst líka mikið að eyða hátt í 10.000 krónum í strigaskó á skóböðulinn minn á sumrin. Þetta voru því kostakaup fyrir okkur mæðurnar. Keyptum eitt par af strigaskóm, eina fína kuldaskó (græna, reimaða, úr leðri, sjúklega flottir) og svo græn kuldastígvél fyrir næsta vetur. Húsmóðirin í okkur er aldrei langt undan. Stundum finnst mér ótrúlega fyndið og skrítið að reka heimili, vera húsmóðir, eiga konu og barn sem þarf stöðuga athygli. Hvað þá að kaupa dót á útsölu fyrir heimilið, ekki sjálfa mig, og vera ýkt ánægð með það. Einu sinni, fyrir löngu, gat ég ekki ímyndað mér að ég myndi fíla þetta líf. Ég bara vissi ekki betur.
Pétur sætasti fíni fær nú að fara út úr búrinu á hverjum degi. Hann vill hins vegar hels húka upp á gardínustöng eftir æfingarnar sínar og lætur okkur færa sér búrið sem hann svo hoppar inn í. Ég finn það á mér að bráðum mun hann leyfa okkur að gefa sér far á puttanum. Duglegur strákur.
Best ég fara að malla eitthvað ofan í stelpurnar mínar.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 17:36 | Facebook
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú hefðir átt að heyra hugsanir mínar þegar ég las fyrstu setninguna..... tvisvar !!! ;o)
hringi í þig á morgun eða hinn..... svo margt að spjalla um
kveðja í kotið
Odda Podda 12.1.2009 kl. 21:34
Híhí... Pétur lærir... Bráðum verður hann farinn að vilja vera hjá/á ykkur öllum stundum og hjálpa til við að borða kvöldmat, tala í símann eða drekka mjólk. Fínu fínu fuglarnir!
Gyða 13.1.2009 kl. 00:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.