.

Það er svo merkilegt með lífið að það gefur manni stundum ekkert færi á að lifa því, ekkert rými til þess að njóta þess. Undanfarna daga hef ég verið að einbeita mér að því að tóra, að hafa það af, að gefast ekki upp og missa ekki endanlega sjónar á bjartsýninni og voninni sem er okkur öllum svo lífsnauðsynleg.

Lífið tekur ekkert tillit til aðstæðna, spyr ekki að tímasetningu, gefur manni ekki tíma til þess að undirbúa sig. Og daglegt líf í kringum mann heldur áfram þótt maður sjálfur komist ekki úr sporunum.

Ef það er eitthvað sem ég mun aldrei jafna mig á þá er það hversu ósanngjarnt lífið er. Stundum svo mikið að ég verð öskuill.

Stundum þannig að ég hef ekki orku til neins. Ekki til að fara í skólann, ekki til að læra, ekki til að hugsa um sjálfa mig eða fjölskylduna. Og alls ekki til að blogga.

Stundum er svo sárt að draga andann. 

 

 

Ég ætla út að ganga á eftir. Verð að koma mér í almennilega hreyfingu aftur. Get ekki hugsað mér að hoppa í takt við lífsglatt fólk í Baðhúsinu. Vil frekar ganga í frostinu með hús og tré eins og skjólveggi sitt hvoru megin við mig. Með tónlistina í eyrunum svo hátt stillta að mér verði ómögulegt að heyra eigin hugsanir.

Ég myndi allavega segja að þetta væri mjög heilsusamleg leið til þess að reyna að hætta að finna til.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svo kemur sólin og blóm í haga!! Þú verður að muna það stelpan mín!

inam 23.1.2009 kl. 17:50

2 identicon

Ef ég væri hjá þér myndi ég faðma þig, kreista vel og lengi. Fara úr í sjoppu taka spólu, panta kannski pizzu, taka sængurnar fram í stofu og  klessa þér niður í sófann. Seinna myndi ég reyna að hjálpa þér að rísa upp og takast á við daginn...... Þetta gerðum við þá en núna er svo langt á milli, of langt og svo lítið sem ég get gert til að hjálpa.

Mundu bara að þú átt alltaf eyra

Oddný 25.1.2009 kl. 23:03

3 identicon

Búhú ... Sakna þín mest Odda podda. Vantar þig.

dr 26.1.2009 kl. 20:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband