3.2.2009 | 12:44
Strumpur
Mæðgur sátu í sófanum og spjölluðu. Mamman þreytuleg eftir daginn, strumpurinn alltaf jafn kátur í kisunáttfötum. Buxurnar í kuðli uppi á hnjám svo skein í ótal skrámur og marbletti. Ég breiddi yfir þær teppi og rétti þeim Herra Subba að lesa á meðan ég brá mér í sturtu. Þegar ég var búin og kom aftur inn í stofu var lestri lokið og Rakel að skoða bókina og spekúlera eins og hennar er siður.
'Sjáðu þessi fótaför út um allt. Ussususs'
'Þetta eru fingraför eftir herra Subba'
'Eru þetta fótaför?'
'Fingraför'
'O þá sagði Subbi: Hamingjan sannan, ég ætla bara fara inn í bókina og setja fótaför út um allt'
'Fingraför'
Gyða reyndi að taka mál barnsins upp í gær. Barnið var svo yfirspennt að það gerði lítið annað en að öskra eins og ljón upp í eyrun á Gyðu eða gubba út úr sér hátíðnihljóðum. Svo mikin var gleðin yfir Gyðunni einu sönnu.
Tilraun tvö verður gerð á morgun. Það heyrist ekkert af upptökunni nema stöku öskur í barninu.
Undanfarna viku hef ég horft á tvöfaldan heimildaþátt um barnaþrælkun, tvær heimildirmyndir um útrýmingu Síonista á Palestínuaröbum og lesið nokkrar hörmungarsögur um ástandið á landamærum Bandaríkjanna og Mexikó. Ég er bara buguð. Langar að fara í burtu í ár og hjálpa en Hrund var ekki beint hrifin af þeirri hugmynd. Hún sagði að ég mætti fara í mánuð. Hugsa að ég nýti hann til að fara til Nicaragua með Simon litla bró við fyrsta tækifæri. Hann er svo stór og sterkur að hann getur borið mig í þeirri róandi lyfjavímu sem ég þarf að vera í til þess að lifa flugið af. Sakna hans og pabba endalaust.
Hamingjan sannan
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 12:50 | Facebook
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
ekki gleyma heimildarmyndinni um tvíhöfða stelpuna!! Hún hlýtur að hafa lífgað aðeins upp hjá þér daginn!? Annars sé ég alveg að ég þarf að útbúa heilt nýtt táknakerfi til að skrá niður Rakelartalið t.d. þarf ég að finna tákn fyrir ljónsöskur, geitahljóð og jarm. Þetta verður skrautleg barnamálsrannsókn! :) :) :)
Gyða 3.2.2009 kl. 12:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.