Rauðhaus

'Hún talar látlaust!' sagði mamma í gær þegar við kyrnur komum heim.

Og svo hristist hún öll af hlátri þegar hún sagði okkur frá öllu því sem barnið hafði gubbað út úr sér.

'Og spurningarnar!' bætti hún við.

I know!!! Barnið spyr eeeeendalaust. T.d. hvert við erum að fara, að gera hvað, af hverju, af hverju ekki eitthvað annað, voru mæður bara að pissa á klósetti eða pissa og kúka, hvað er í matinn, hvaða dýr hleypur hraðast, hvað er einn plús enn, af hverju er það tveir, hver á þennan staf, hvenær eignast ég systkini, hvenær ætlið þið að gifta ykkur, á ég afmæli eftir viku, hvenær er öskudagur, núna, eða kannski núna, eða núna?

Reyndar segir hún aldrei hvenær heldur hverning.

Hvernig kemur öskudagur.

Með látum giska ég á.

 

Vi kyrnur ákváðum að keyra á Stokkseyri í gær á fara á Fjöruborðið. Ætluðum á Asíu niður í bæ en langaði svo allt í einu að keyra aðeins út úr bænum svo við brunuðum á Stokkseyri. Klúðruðum því að fara Þrengslin þar sem við vorum ekki alveg að fylgjast með en skemmtum okkur konunglega í bílnum, spjölluðum og hlustuðum á Lhasa, söngkonu sem við fílum báðar og var eitt af því fyrsta sem við hlustuðum á saman. Kvöldið sem ég tók Hrund á löpp fór ég með hana heim og setti Lhasa á fóninn. Var svo steinhissa þegar hún fór að syngja með, þekkti engan sem vissi hver hún væri yfir höfuð nema mömmu.

Þegar á Stokkseyri var komið skelltum við okkur í kraftgalla og röltum svo hönd í hönd í rokinu um svæðið. Fengum okkur að borða eftir göngutúrinn og vá hvað þetta var gott. Mér finnst humar álíka girnilegur og hráir sniglar og áferðin svipuð og á steiktum sniglum en humarsúpan á staðnum finnst mér rosa góð. Við fengum okkur þannig í forrétt og Hrund gæddi sér bara á mínum humri líka. Fengum okkur svo lambakjöt í aðalrétt og þetta er án efa það besta sem ég hef fengið. Þetta var sjúklega gott. Ég gat hvorki klárað súpuna né aðalréttinn og stóð á blístri og eftir að Hrund hafði dregið mig að landi átti hún pínu erfitt með að anda. Það var svoooo heitt þarna inn að við vorum orðnar kafrjóðar í framan. Á tímabili leið mér eins og það væri að líða yfir mig, ég var komin úr gönguskónum en var samt að stikna á tánum og það finnst mér sko verst af öllu.

Þetta var yndisleg máltíð og ótrúlega kósý að keyra til baka í myrkrinu. Fengum okkur súkkulaðikökusneið til þess að taka með og borðuðum hana svo þegar heim var komið, í náttfötunum og undir sæng.

Aðalstyrktarfélagar þessarar ferðar voru Edda móða sem gaf okkur pening í jólagjöf og mamma krútt sem gaf okkur pening í tilefni afmælanna tveggja. Takk kærlega fyrir það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

vá, aldrei verið nefnd styrktaraðili fyrr, finn til mín. Þrjú ár og fjögur ár, getur það verið? ... tíminn líður hratt á gervihnattaöld eins segir í „frægum“ texta og haldi ég mér ekki fast í ykkur verður síblaðrandi spurula englabarnið búið með hönnunarverkfræðina með meiru áður en ég sný mér við. Væri tíminn strætó mundi ég stíga af á næstu stöð og bíða lengi, lengi. Og dúttlan mín, eitt af því sem skilur menn frá öðrum dýrum er hæfileikinn til að vona, búast ALLTAF við hinu BESTA en vera með plan Zetu neðst í handraðanum

mútta 19.2.2009 kl. 11:50

2 identicon

Ég hef aldrei velt því fyrir mér hvaðan ég hefði hæfileikann til að skrifa, alltaf vitað það. En ef aðrir hafa verið að velta því fyrir sér þá eru pennagenin frá múttunni einustu

dr 19.2.2009 kl. 15:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband