26.2.2009 | 09:31
Öskudagur
Ég dröslaði litlum, slöppum rauðhaus í leikskólann í gær. Litla andlitið ljómaði þegar ég sagði henni að það væri öskudagur og hún mætti loksins fara í sjóræningjabúninginn sinn og fara á ball í leikskólanum.
Hún ætlaði hins vegar varla að hafa það á leikskólann, svo orkulítil var hún. En hún sló köttinn úr tunnunni og borðaði pulsu og svo kom ég að sækja hana.
Ég vann svo heilt spænskuverkefni á meðan hún dundaði sér inni í herbergi, það fer stundum ekkert fyrir þessum engli.
Mamman tók svo heldur betur flottar myndir af henni í búningnum með Pétur á höfðinu, ekta sjóræningi alveg hreint.
Pabbi hennar tók hana í morgun, næstu dagar eru hans og komið að honum að snýta og strjúka og lesa og knúsa.
Haldiði svo ekki að barnið hafi logið því að okkur að pabbi hennar segði að hún mætti skeina sig sjálf og svo logið því að pabba sínum að við mæður segðum að hún mætti skeina sig sjálf. Maður þarf greinilega að vara sig á þessu, barnið er farið að plata án þess að blikna.
Best að skrifa aðeins í ritgerðinni.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 09:33 | Facebook
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
hahahaha ansi er hún orðin bíræfin.... verður æði þegar hún er orðin unglingur og segir pabba sínnum að hún megi ver úti til 2 ;o) knúsaðu han frá mér.
Oddný Björg Rafnsdóttir 26.2.2009 kl. 12:50
jahérna! hlakka til að sjá sjóræningjamyndir :)
Gyða 26.2.2009 kl. 16:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.