17.3.2009 | 15:20
ÖSKUR
Öskur og læti í mínu lífi. Ekkert nema helvítis gröfur og vörubílar og loftborar og háværir hamrar endafokikinglaust í þessar götu. Pétur er að missa vitið og tekur daga þar sem hann getur ekkert annað en öskrað. Núna situr hann hokinn og starir út í tómið. Ég öskraði vel valin blótsyrði út í alheiminn áðan sem ekki sála heyrði fyrir helvítis drununum hérna.
Og svo er SANDUR Í VATNINU. Og eitthvað annað rusl og ég er viðurstyggilega þyrst.
Allir iðnaðarmenn Íslands sem enn eru með atvinnu hljóta að vinna í götunni minni.
Það eina sem ég vil er kjötsúpa og ró og friður.
Mamma ætlar að elda kjötsúpu og bjóða mér í hana bráðum.
Það er ef ég verð ekki búin að missa vitið og rjúka froðufellandi út á götu til að henda gaffli í skítugar gröfur.
Ró og friður held ég ekki að sé á dagskrá.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvað er málið með þessa götu þína er eithvert hús að verða eftir sem ekki er búið að bora og endurbyggja?????
Oddný 17.3.2009 kl. 16:53
Elsku krúttið mitt!! Þetta er alveg voðalegt :( Og sandur í vatninu? Ég skil það nú ekki alveg... Þeir eru greinilega að ganga aðeins of langt í þessum framkvæmdum þarna. Greinilega ofurmetnaðarfullir að halda vinnunni og svona. Reyndar er Elías búinn að standa á flautinu alla þessa viku... Ætli honum finnist hann e-ð vanræktur í knúsinu?? Á morgun er ritgerðardagurinn mikli hjá mér. Ætla svo að reyna að sníkja hádegiheimsókn í hávaðann í Skipasundinu á fimmtudaginn, ef ég má :) luvluv
Gyða 17.3.2009 kl. 17:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.