Ammili ...

... en engin veisla held ég.

 Ég hef bara aldrei lent í því að enginn komist í afmælið mitt, á ekki afmæli á þannig tíma og hef nú ekki mikið haldið upp á það síðan ég var tvítug. Boðið mínum bestustu í bjór og skrall þegar þær voru allar hérna en annars ekkert. Afmælið í fyrra var reyndar alveg eðal.

Datt svo í hug að halda afmælið upp í bústað og bauð alls 12-14 manns held ég en býst við að Hrund komist og jú Rósa, annars enginn. VÚHÚ.

Það er víst Mímisþing þessa afmælishelgi svo ég get gleymt íslenskunemunum sem ég bauð. Hinar vinkonurnar allar uppteknar og afar óvíst hvort frændur komast.

Hnuss.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

bömmer..... þú veist ég kæmi ef ég gæti, en sé því miður ekki framm á að fjárhagurinn leyfi það  Væri sko alveg til í bústað með ykkur!!!!

verð með í anda

Oddný Björg Rafnsdóttir 18.3.2009 kl. 17:35

2 identicon

Ef það verður af afmælinu þá kem ég! Mamma er meira að segja búin að bjóðast til að skutla mér þangað seinnipart dags!

lovjú

Gyða 18.3.2009 kl. 20:13

3 identicon

Við Sprundin ætlum allavega í bústaðinn á föstudegi og þeir sem vilja eru velkomnir á laugardaginn

dr 19.3.2009 kl. 09:15

4 identicon

Ég var nú að plana að koma sko! En ég meina, getur fólke ekki bara komið eftir mímisþing?

Hlíf 19.3.2009 kl. 11:49

5 identicon

jú auðvitað!! þetta verður ógó gaman :)

Gyða 19.3.2009 kl. 12:23

6 identicon

Jú, ég hafði bara ekki pælt í því. Endilega koma eftir þing.

dr 19.3.2009 kl. 17:00

7 identicon

Hey, lítur út fyrir að ég komist eftir allt saman :) Tölum saman sem fyrst skvís!

Katla 21.3.2009 kl. 13:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband