27.3.2009 | 10:01
Helvítis focking fock
Í nokkrar vikur hefur bíllinn verið tregur í gang. Ég er aldrei á bílnum svo ég veit ekki hvenær þetta byrjaði en Hrund var voða róleg og virtist ekki finnast nein sérstök þörf á því að fara með hann á verkstæði. Ég hefði betur fylgt eigin hugboði því í morgun fór hann bara ekkert í gang.
Og við erum að fara í sumarbústað Á EFTIR.
Létum draga bílinn á verkstæði sem kostaði litlar 7600kr., eitthvað sem við höfum ekki á. Ég veit ekkert hvað er að bílnum eða hvað á eftir að kosta að gera við hann og vil bara ekkert vita það. Ef þetta er rafgeymirinn hafa þeir heldur betur farið illa með okkur því nokkrum vikum eftir að við keyptum bílinn kom í ljós að rafgeymirinn var ónýtur. Við fengum nýjan settan í á kostnað BogL og ég veit ekki hvort sá hefur verið svo mikið drasl að hann hafi bara lifað í 1 ár.
Fyrir nú utan það að lánið sem við tókum til að kaupa bílinn er í erlendri mynt og höfuðstóllin hækkar og hækkar og hækkar og við hefðum fyrir löngu átt að vera búnar að borga inn á hann í staðinn fyrir að hlusta á þá sem sögðu okkur að bíða.
Af hverju treysti ég ekki bara á sjálfa mig fjandinn hafi það. Þetta átti að vera svo góður dagur og ég söng og trallaði eldsnemma morgun þar sem ég tók til og vaskaði upp svo allt yrði hreint í kotinu þegar við kæmum til baka. Og svo kom Hrund inn aftur og sagði að bíllinn færi ekki í gang.
Helvítis focking fock.
Eins gott að afi geti lánað okkur bílinn sinn, annars verður ekki mikið úr þessi sumarbústaðaferð.
Hata bíla og HATA peninga og djöfull er ég komin með nóg af þessu landi. Ef ég væri ein væri LÖÖÖÖÖÖÖNGU flutt til Svíþjóðar í stað þess að hanga hérna á þessum spillta útnára.
OJ.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 11:56 | Facebook
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.