20.4.2009 | 16:40
Trivial
Mamma kom með ágætist líkingu áðan þegar ég hringdi í hana miður mín yfir því að enn einu sinni væri komið að því að sækja Rakel á leikskólann eftir dag sem ekki fór í neitt (nema þvott og uppvask og eitthvað álíka) en átti að vera helgaður BA-ritgerð. Ég sendi leiðbeinandanum mínum póst áðan þar sem ég sagði honum að ég léti mig hverfa af vettvangi í bókstaflegri merkingu um leið og ég tæki fram þessa BA-ritgerð. Ég er hrokkin í svo mikinn baklás og er full vanmætti og vonleysi sem aftur veldur því að mér er fyrirmunað að skrifa staf. Yfir því verð ég svo leið og reið og kalla mig aumingja og þá get ég enn síður skrifað. Ég sagði þetta nú ekki allt en eitthvað af því og bætti svo við að ég myndi líklegast ekki hafa neitt til að senda honum á morgun.
Og það hefur aldrei. ALDREI. Verið vandamál fyrir mig að skrifa.
En mamma sagði að þetta væri eiginlega orðið eins og í Trivial Persuit þegar maður er á köku og getur ómögulega svarað einhverju sem maður þó veit einungis vegna álagsins við það að vera á kökuspurningu. Ég get ekki skrifað þessa ritgerð af því að ég veit að þetta er BA-ritgerðin.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
og svo ég höggvi í sama knérunn: ekki gleyma hvernig þið rúlluðu okkur hinum upp í síðasta trívíali með hverri kökunni á fætur annarri, sælar í ykkar vitundarleysi um tegund spurninganna. Málið er að byrja, þess vegna á ljóði eða málstefnuörsögu, losa um stífluna og fjandans sjálfsniðurbarninginn, þetta er bara ba-ritgerð! Hvorki upphaf né endir alls og þú hefur gengið í gegnum margt verrra og koma svo, adelante y hasta la victoria siempre!!!
Madre loca 21.4.2009 kl. 12:25
Takk mamma sætasta. Annars var ég að fá eitthvað blað heim frá Háskólanum þar sem stendur að ég þurfi að skila ritgerðinni í síðasta lagi 4. maí til að útskrifast. Getum nú gleymt því. Meira bullið.
dr 21.4.2009 kl. 16:54
áfram þú!! :)
Gyða 21.4.2009 kl. 20:52
Vá hvað ég kannast við þennan hugsunarhátt. Nema bara enn verra hjá mér held ég:)
Þú þarft örugglega ekki að skila 4. maí. Bara þegar JóJó segir þér að skila. Eina sem skiptir máli er að þeir geti skilað einkunninni fyrir deadline, sem er örugglega mun seinna.
Hlíf 22.4.2009 kl. 11:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.