Myndir

Ég er búin að setja tvö ný albúm inn á rakelsilja.barnaland.is. Það fyrra heitir mars-maí og seinna maí-júní. Ég á flottasta barn í heimi.

Það varð nú ekki mikið úr niðursetningu útsæðis í gær. Einhvern veginn hef ég líka á tilfinningunni að við munum ekki gera neitt af því sem við ætluðum að gera í garðinum í sumar. Nema kannski setja niður þessar kartöflur með Rakel einhvern tímann.

Þó ég reyni að passa mig vel og drekki vatnslosandi te í tíma og ótíma vaknaði ég með hrikalegan bjúg í gær. Og harðsperrur í vinstri kálfanum. Fékk svo mikinn sinadrátt um nóttina að kálfinn er enn að jafna sig. Leið svo eins og húðin væri að springa utan af fótunum og var svo illt undir iljunum að ég gat varla gengið. Ég þyrfti helst að fara í sund á hverjum degi. Eftir vatnsdrykkju og tedrykkju leið mér ögn skár og við Hrund skutumst út að kaupa okkur eitthvað að borða og ná okkur í spólu. Láum svo bara í sófanum allan daginn og höfðum það ótrúlega kósý. Lögðum okkar stutta stund og héldum svo glápinu áfram. Mjög langt síðan við höfum átt svona dag. Ég hef mjög gaman að því að gera ekki neitt, það er ekki svo langt í það að við verðum með barn allar helgar sem ég er fullkomlega sátt við. Ætla samt að ljóta letilífsins þangað til.

Svo fíla ég garðinn svona úfinn. Það dugir mér að maðurinn í kjallarnum slái öðru hvoru en annars vekja of vel snyrtir garðar hjá mér óhug. Mér finnst skriðsóleyin falleg þótt hún sé skaðvaldur og trén svo sæt svona eins og þau greiði sér aldrei.

Annars langar mig svo að mála eldhúsið en þarf til þess hjálp Hrundar. Hún er margt fallegt þessi elska en ekki beint framtakssöm heima hjá sér þótt hún hlaupi svo til handa og fóta ef einhver annar en ég biður hana um eitthvað. Er ekki einhver til í að biðja hana um að hjálpa mér að mála eldhúsið og koma restinni af listunum upp inni í herbergi eftir að það flæddi í desember (bara hálft ár síðan og allavega 2-3 mánuðir síðian listarnir voru komnir inn í hús)???

Kannski ég hætti þessu röfli og vinni til tilbreytingar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Of vel skipulagður garður er það flottasta sem ég veit,,skiptulagt kaos er allra best. Og að mála eldhúsið...ég mæli ekki með Hrundsunni minni í það, væri betra fyrir þig að biðja tengó um það...ég ætlaði jú einu sinni að verða málari, en ég get hjálpað henni og kannski komið henni af stað. Ætli það fylgi ófrískum konum að vilja mála...allavega rauk ég alltaf í það þegar ég var ófrísk að mála og mála helst allt sem fyrir mér varð...Jánsinn ekki par hrifinn af því, vildi meina að málningarlykt væri ekki góð fyrir ófrískar konur, eins og mér væri ekki sama, elska málningarlykt...en sem sagt ég skal koma sprundinni í verkið, reka á eftir henni...ég veit alveg hverslags sleði hún getur verið.

tengdó 8.6.2009 kl. 16:04

2 identicon

Já, ég finn alveg sjúklega þörf hjá mér fyrir að mála og ditta að hérna þótt ég kunni nú ekki beint til þeirra verka. Sprundin hins vegar bannaði mér áðan að mála og kom með sömu rök og tengdapabbi. Það á bara ekki við mig að biðja annað fólk og bíða svo, vil helst gera hlutina sjálf. Sem minnir mig á það, hvað varð um iðnaðarmanninn sem ætlaði að gera við sturtuna okkar? Mig klæjar í fingurna í hvert skipti sem ég kem inn á bað, langar svo að vaða í þetta sjálf.

dr 8.6.2009 kl. 21:13

3 identicon

Tengist þetta ekki hreiðurgerð? Einhvers staðar las ég/sá ég í bíómynd að það væri afar gott fyrir óléttukonusálina að ditta að og svoleiðis, eins og til að undirbúa komu ungans :)

Gyða 9.6.2009 kl. 18:10

4 identicon

Þetta er alveg pottþétt eitthvað þannig Gyða. Þörfin fyrir að gera eitthvað heima, lagfæra og lappa upp á er mjööööög sterk. Hrund finnur augljóslega ekki fyrir henni samt, hehe.

dr 10.6.2009 kl. 09:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband