20 vikna sónar

Vorum í hinum langþráða sónar áðan. Allt var á sínum stað og eins og það átti að vera. Barnið lá á grúfu og sýndi okkur sætasta rassinn, ekkert smá krúttlegur. Horfði beint á okkur, veifaði og sýndi listir sínar. Fylgjan er alveg framan á eins og mig hafði grunað en ekki fyrirstæð sem ég er mjög þakklát fyrir. Ljósunni sýndist sem svo að það hefði líklega blætt frá fylgjukanti þegar blæddi hjá mér á 7. viku og 13. viku en það er ekkert sár lengur og engin einustu merki um fylgjulos sem var það sem ég hafði svo miklar áhyggjur af.
 
Við fengum ekki að vita kynið og ég er mjög sátt með þá ákvörðun. Trúi varla enn þá að ég hafi fengið að sjá þetta vel skapaða barn með oggulitla höku, nebba og þrýstnar varir. Og það er mitt! Okkar!

Dásamlegt kraftaverk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já það er ekkert eins fallegt og lítið barn...þetta verður sætasti strákur bæjarins..eða sætasta stelpa bæjarins...

tengdó 11.6.2009 kl. 17:52

2 identicon

Til hamingju með það :)

Gyða 12.6.2009 kl. 09:20

3 identicon

Innilega til hamingju elsku Díana, Hrund og Rakel Silja!

Flott fjölskylda verður enn fallegri! Þú er líka æði með kúluna Díana!

 xxx nína margrét

nína margrét 15.6.2009 kl. 12:59

4 identicon

Takk allar :)

En gaman að sjá þig hérna Nína. Davíð frændi var að segja mér að hann hefði séð þig um daginn en sjálf hef ég ekki séð þig í svona 2 ár! Væri gaman að rekast á þig einhvern tímann.

dr 15.6.2009 kl. 23:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband