Kósý

Framkvæmdirnar mjakast og eldhúsið er að verða geggjað flott. Verður æði að raða inn í það.

Tíndi rifsber og sultaði í fyrsta skipti í gær með mömmu. Var ekkert smá stolt af flottu krukkunni sem ég fór með heim. Fyrsta heimatilbúna rifsberjahlaupið mitt. Sprundin þurfti að þefa af því og hrósa mér og gerði það með glöðu geði.

Lét renna í sjóðheitt bað seint í gær og setti birkimjólk, kvefolíu og möndluolíu út í. Dró svo Sprundina með mér í bað (já, við komumst báðar ótrúlegt en satt) og nuddaði á henni axlirnar og þvoði henni um hárið. Spjölluðum í hálfrökkri með kveikt á kertum. Sofnuðum svo virkilega vært.

Fór í mæðraskoðun í dag og legbotninn er enn þá svona hár og yfir kúrfu. Fylgir samt sinni eigin kúrfu en það er spurning hvort ég er með tröllabarn í bumbunni. Er að fara í vaxtasónar eftir þrjár vikur og við ljósan vorum að hlæja að því að upprunalega átti ég nú að fara í hann vegna hættunnar á því að barnið væri of lítið. Háþrýstingur getur haft þau áhrif. Það er hinsvegar ekkert sem bendir til þess, þvert á móti.

Ljósan er ekki frá því að barnið sé komið í höfuðstöðu. Mig grunaði það nú þar sem bumban hefur sigið og ég finn liggur við fyrir rassinum á barninu uppi í koki. Á erfitt með að ná andanum almennilega, er alltaf með þvílíkan brjóstsviða og verð móð bara af því að skipta um stellingu í sófanum. Blóðþrýstingurinn hefur því miður hækkað aðeins síðan í síðustu skoðun svo ég á að koma aftur eftir tvær vikur (hef venjulega komið á þriggja vikna fresti sem er samt miklu oftar en á meðgöngum þar sem allt er nákvæmlega eins og það á að vera). Það verður að fylgjast vel með því að ég fái ekki meðgöngueitrun.

Þú ert bara svona skemmtilega ólétt sagði ljósan mín áðan og brosti.

Það er allavega á hreinu að ég er ólétt með öllu því sem fylgir.

Og það er best í heimi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já! Það fer ekki á milli mála að þú ert ólétt :)

Ég hitti Guðrúnu Evu Mínervudóttur áðan og hún tilkynnti mér að það væri komið húfuveður. Ég hafði ekkert merkilegt að segja á móti.

Til hamingju með rifsberjahlaupið :)

Gyða 18.8.2009 kl. 13:37

2 identicon

Ég hefði örugglega ekki sagt neitt annað við Guðrúnu Evu en 'þar er ég ekki sammála'. Húfuveður smúfuveður. Er nú bara aldrei með húfu. Þrengir að heilanum hreinlega og hvað þá eyrunum.

dr 20.8.2009 kl. 10:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband