20.8.2009 | 10:13
Stórmerkilegt
Mér finnst alveg stórmerkilegt að vera búin að ná 30 vikna áfanganum og degi betur. Ótrúlega skrítið að vera allt í einu komin í þrjátíuogeitthvað í stað tuttuguogeitthvað. Og ég verð að viðurkenna að ég verð inn á milli pínu stressuð yfir öllu sem við eigum eftir að redda. Get ekki beðið eftir að framkvæmdirnar verði búnar svo við getum farið að stússast í þessu. Vil bara vera með allt á hreinu og tilbúðið ef gormurinn kemur fyrir tímann.
Ég og mamma höfum eytt þremur dögum í að raða inn í skápa, stússast og þrífa. Hefði aldrei getað þetta án hennar og þrátt fyrir hennar hjálp stend ég varla í lappirnar á kvöldin. Alveg dauð í bakinu og með svo mikinn bjúg að Hrund á ekki til orð. Finnst ótrúlegt að ég skuli ekki vera komin með slit þvert yfir ristarnar, það er ekkert smávegis sem húðin teygist þegar fæturnir tútna út um margar stærðir.
Búin að panta tíma í dekur hand mér og Sprundinni 29. ágúst. Förum fyrst í partanudd (herðar og bak, halelúja, erum báðar að breytast í Kroppinbak) og svo kínverskt fótanudd. Höfum farið í svoleiðis áður og það er æði. Maður fer fyrst í fótabað og fær höfuðnudd á meðan og fær svo endurnærandi tásunudd. Sitjum hlið við hlið í hægindastól og gæðum okkur á veitingum, ostum, ávöxtum og bjór (fyrir Sprundina). Eigum þetta svo sannarlega skilið. Er að springa úr stolti yfir Sprundinni, hún er algjör hetja. Og ég er ekkert svo slæm. Geri mitt besta með stóru kúluna mína, get allavega séð um rauðhærða ungann og þann ófædda og raðað og snurfusað inn á milli.
Það er allt að komast í eðlilegt horf. Innrétting komin upp og matur og leirtau í skápa. Á eftir að leggja parket, setja upp lista og sökkla, mála og festa hillur og klára sturtubotninn. Miðað við það sem er búið er þetta ekki neitt. Sem er gott því allir eru orðnir ansi lúnir. Rakel er búin að fá herbergið sitt aftur og við stofuna að mestu. Get núna unnið heima sem er voða notó, jafnvel borðað morgunmat ...
En best ég vinni núna. svo er það Bónus á eftir og ég er eiginlega ýkt spennt að koma öllu fyrir í nýja eldhúsinu.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 10:15 | Facebook
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ, gaman að heyra að allt gengur vel hjá ykkur. Æðislegt líka að fá nýtt eldhús :)
Kv. Arna
Arna 20.8.2009 kl. 22:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.