22.8.2009 | 09:42
Pirr
Stundataflan mín er alveg glötuð. Ég sé ekki fram á að komast í tíma nema í einu námskeiði af þessum þremur sem ég er skráð í þar sem þau eru kennd svo langt fram eftir. Í öðru tilvikinu er kennt til hálf sex að verða og í hinu til hálf fimm. Þetta er alveg glataður tími fyrir barnafólk og hafa kennarar verið sérstaklega beðnir að kenna ekki lengur en til fimm svo barnafólk eigi séns. Mér finnst fimm líka of seint þar sem flestir leikskólar loka þá og lengri vistunartími en það ekki í boði. Við verðum að vera með tíma frá 8-4 svo Robbi geti mögulega sótt Rakel og farið með hana þegar það eru hans helgar.
Ég sá nú ekki fram á að ljúka öllum námskeiðinum þar sem ég á að eiga í október en ég hefði viljað ráða í hverju ég tæki próf (og ég á erfitt með að taka próf í fagi sem ég hef aldrei sótt tíma í) og hefði viljað sitja tímana eins lengi og ég gæti.
Piiiiiiirrrrrrandi.
Annars sér Hrund fram á að klára að parketleggja um helgina og á morgun ætlum við í Ikea að kaupa nýtt eldhúsborð og hillu inni í eldhús og loftljós ...
Allt að verða svo fínt.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 09:44 | Facebook
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Svo sammála þér, er í sama pirringi nema mínus leikskólavandamál! ;)
Helga Björg 22.8.2009 kl. 11:40
Manstu hverjum átti að senda póst um þetta? Fékk eitthvað sent um þetta um daginn en er greinilega búin að eyða því. Ég er búin að kvarta í Höska greyið en vil kvarta við rétta aðila. Þetta er GLATAÐ.
dr 23.8.2009 kl. 09:09
Það á að senda á jfs2@hi.is, það er s.s. Jens hjá Stúdentaráði.
Helga Björg 23.8.2009 kl. 12:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.