Sjæse

Ég hef alltaf haft á tilfinningunni að þetta barni komi fyrir tímann og núna er ég bara að farast úr stressi, við erum nær ekkert búnar að undirbúa. Föt, bleiur, og burðarsjal komið í hús but thats it! Enn er allt í drasli, eldhús og sturtubotn óklárað og það á eftir að setja upp parketlistana. Það á líka eftir að setja upp hillur og raða. Svo þarf að þrífa allt því það er allt ógeðslegt eftir þessar framkvæmdir. Og það er engin orka eftir hjá neinum svo þetta gengur ekki beint hratt.

Við eigum eftir að kaupa kommóðu fyrir barnafötin og breyta inni í herbergi, leigja bílstól, ná í barnarúm og dýnu og kíkja á vögguna (sem hentar vonandi), finna ömmustól, kaupa bala, ná í vagninn, finna barnasængina, rúmfötin og handklæðin og svo þarf að þvo föt og bleiur og þrífa stóru hlutina og gera fína. Það er örugglega eitthvað fleira sem ég er að gleyma. Já, gjafahaldari, brjóstakrem, snuddur.

Ég fæ taugaáfall. Hrund er pollróleg og hefur lítinn áhuga á barnastússi. Hún er öll í viðnum og sögun og borun og einhverju. Og ég meiiiiika ekki að geta ekki bara gert allt sjálf. Ég meina ég kemst varla inn og út úr stofunni lengur vegna drasls og pappakassa sem standa í veginum. Og ekki get ég fært þetta án þess að fæða barnið bara. Úff, fæ risa samdrátt bara af þessu hugseríi.

Og ég er með hellur á báðum eyrum og er búin að vera svona í rúma viku og fékk ekki tíma hjá lækni fyrr en eftir viku. Á meðan heyri ég lítið sem ekkert nema suðið í hausnum á mér og eigin stresshugsanir.

Vagga, sæng, rúmföt, handklæði, bali, bílstóll, þvo föt. Þetta er efst á lista. Væri fínt líka að komast bráðum í sturtu heima hjá sér þar sem það er helvíti að bröltast um í baðkarinu með þessa kúlu framan á sér.

Fnæs.

Stressfnæs.

Note to self. Ekki vera ólétt næst í framkvæmdum. Allavega byrja á þeim mun fyrr. Ekki það að ég sé ekki óendanlega þakklát fyrir alla hjálpina og möguleikann á að geta gert allt svona fínt. En það er ekki gaman að vera óléttur, stressaður, áhorfandi.

Oh my.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Slaka á Díana mín, þetta hefst allt á réttum tíma með góðri hjálp. Taka einn dag í einu og njóta þess að vera barnshafandi af óskabarni. Góðir hlutir gerast hægt og of mikil plön gera mann bara pirraðan.

Tengdó 28.8.2009 kl. 01:24

2 identicon

Díana mín, ef svo færi að barnið fæðist fyrir tímann, sem það gerir örugglega ekki, þá eruð þið með það mikilvægasta tilbúið: föt og bleiur. Allt annað eru hlutir sem má redda sér framhjá, ef þarf. Svo veit ég að þið Hrund eruð nú alls ekki einangraðar, þið hafið fullt af góðu fólki í kringum ykkur sem ég er viss um að myndi hlaupa upp til handa og fóta til að hjálpa ykkur ef barnið tæki allt í einu upp á því að fara að æða í heiminn. Þið mættuð meira að segja senda mér sms sem segði bara "brjóstakrem" og ég myndi redda því fyrir þig:)Það er skiptir líka örugglega meira máli fyrir barnið að þú reynir að stressa þig ekki of mikið núna, heldur en hvort kommóðan er komin á réttan stað, eða eitthvað.

Taktu bara einn lítinn hlut í einu. Maður verður hvort sem er aldrei fullkomlega tilbúinn, hvað sem maður er að gera í lífinu.

Hlíf 28.8.2009 kl. 10:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband