Vesen

Blóðþrýstingurinn heldur áfram að vera ósamvinnuþýður. Hefur hækkað úr 140/90 síðan á föstudag í 161/97. Það er ekki gott mál. En útskýrir hins vegar af hverju mér líður eins og hausinn á mér sé að springa úr þrýstingi og af hverju bjúgurinn hefur aukist. Fer upp á spítala á morgun í eitthvað tékk, þarf að ligga í tvo tíma og þrýstingurinn mældur á hálftíma fresti og eitthvað meira spennandi. Vonum svo bara að þetta versni ekkert eða sé jafnvel eitthvað tilfallandi. Þreyta þar sem ég get ekkert sofið lengur eða flensa eða eitthvað.

Annars var helgin ansi góð fyrir utan of hraðan púls og háþrýsting. Partý, dekurdagur með spúsunni, dúll heima og vöfflubakstur í fína eldhúsinu.

Þá er bara að taka því rólega. Einmitt það sem ég er svo góð í. Svo byrjar skólinn víst á morgun. Og þá er þessi eini tími sem ég kemst í kenndur. Vona að ég komist í hann og spítalatékkið taki ekki of langan tíma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman að fylgjast með blogginu þínu - bíð alltaf eftir fleiri bumbumyndum

Sjáumst vonandi fljótlega á hittingi!

Dagný 2.9.2009 kl. 11:53

2 identicon

Já, ég er alveg glötuð að setja myndir hérna inn. Og inn á flakkarann okkar. Og inn á síðuna hennar Rakelar Silju. Mun samt gera það bráðlega.

Þú sérð allavega kúluna í næsta hittingi, hlakka til að sjá þig.

dr 2.9.2009 kl. 15:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband