Haust

Ég sýndi Rakel gulnuð laufin á trjánum meðfram veginum í gær. Hún vildi fyrst meina að þau væru svona vegna þess að vorið væri að koma. Þegar ég sagði að það væri nú frekar vegna haustsins sem væri handan við hornið var hún handviss um að það kæmi á fimmtudaginn.

Sem er í dag. Samkvæmt Rakelinni byrjar haustið í dag. Og það getur bara alveg verið.

Það sem mig langaði lítið í skólann í byrjun vikunnar. Og fékk andnauð og extra þrýsting í höfuðið þegar ég fór að lesa námsáætlanir, allt svo erfitt og svo mikið og orkan svo lítil. Eins og alltaf var það spjall við mömmu sem bjargaði deginum. Ákvað að þiggja boð hennar um að sækja Rakel á þriðjudögum (jafnvel á móti tengdó sem einnig var búin að bjóðast til þess) svo ég gæti farið í tímann sem ég hef mestan áhuga á, Ritstjórn og fræðileg skrif. Sendi póst á kennarann sem ég þekki og á örugglega eftir að gefa mér smá séns vegna komandi barnsfæðingar og svona. Líður bara mjög vel með þess ákvörðun og Sprundin studdi hana eins og allt annað sem ég ákveð að gera.

Fór svo og hitti bestu mömmu í heimi í gær og hringdi símtöl og náði í vottorð og keypti bækur og get núna strikað heilmikið út af almenna tékklistanum. Mamma er að faxa umsóknirnar um fæðingarorlof og fæðingarstyrk í töluðum orðum og ég er að fara að læra. Las í nýju bókunum í gær og er að fara að ritstýra fyrstu greininni minni. Íha.

Mamma reddað ömmustól áðan, hún situr nú ekkert með hendur í skauti fyrir 9 á morgnana, og ég er búin að finna fullkominn, notaðan bílstól á netinu. 17000 kr fyrir stól upp í 18 kíló, þetta hefði ekki getað verið betri prís. Það er hins vegar slegist um hann svo ég ætla að drífa mig sem fyrst og athuga hvort ég get ekki nælt í hann. Svo megum við sækja vögguna í dag. Fjúff. Þetta er allt að koma.

Á eftir kemur besti vinur Rakelar, Arnór Ingi, í heimsókn til hennar. Þvílík spenna hjá rauðhaus. Þau eru algjörar samlokur þessir tveir bogamenn. 

En núna hlakka ég bara til að vera í skólanum. Fann skólafiðringinn kunnulega hellast yfir mig þegar ég las The Craft of Research. Djöfull getur verið gaman að læra eitthvað nýtt.

Komin rúmar 32 vikur í dag. Barnið er um 2 kíló og 40 cm. Ég var nú rétt rúm 2 kíló þegar ég fæddist og 45 cm en samt hörkutól. Fer í vaxtasónar næsta þriðjudag og þá fáum við einhverja hugmynd um hvað unginn er orðinn stór. Get ekki beðið eftir að sjá litla ljósið mitt í sónar einu sinni enn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gleðilegt haust sætu :)

 Þekki það hvað það er góð tilfinning að geta strikað út af "to do" listanum, frábærast!

Gyða 3.9.2009 kl. 11:47

2 identicon

Æ hvað það er gott að heyra svona jákvæðan tón í þér Díana mín. Er algjörlega til í að sækja Rakelítuna á leikskólann á þriðjudögum á móti mömmu þinni, reyndar verð ég upptekin næstu tvö þriðjudaga á námskeiði en eftir það ekkert mál. Vona að þú nælir í bílstólinn og finnir rétta baðið handa komandi ömmukríli. Elska ykkur allar Skipasundsstelpur:)

tengdó 3.9.2009 kl. 22:22

3 identicon

Við Hrund eigum klárlega bestu mömmur í heimi enda báðar algjörar mömmustelpur.

dr 3.9.2009 kl. 23:37

4 identicon

Börnin ykkar Hrundar eiga eftir að segja þetta lika, þ.e. að þau eigi bestu mömmur í heimi...og þannig eiga mömmsur að vera:)

tengdó 4.9.2009 kl. 12:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband