17.9.2009 | 10:03
Bloggtími
Já, það er algjörlega kominn tími á blogg. Hef ekki nennt að blogga þar sem tölvan er í uppreisn og bendillinn hefur öðlast sjálfstæðan vilja. Hann hoppar og skoppar á milli orða eins og honum hentar og ég skrifa einatt ofan í það sem ég hef þegar skrifað. Líklega eitthvað stillingaratriði ofar mínum skilningi.
Kom því loksins í verk að reyna að setja tónlist inn á ipodinn minn sem hefur verið með vesen frá fæðingu og fór í viðgerð í mars. Tókst ekki. Langt í frá. Ég fór hins vegar í svo vont skap að ég hafðist varla við í eigin návist.
Dagarnir líða svo hratt. Finnst ég rétt ráða við þetta eina námskeið sem ég er í. Ég vakna með stelpunum mínum og stússa svo eitthvað, legg mig smá og borða, geri eitthvað af viti og þá er kominn tími til að hökta út að sækja Rakel.
Raðaði krílafötum í kommóður (komnar tvær fínar inn í herbergi, ein ný og ein mjög gömul) í gær eftir að hafa sorterað eftir stærð. Þarna bíða þau þess að verða þvegin og strokin. Þarf aðeins að fara í gegnum einhver útiföt og finna til eins og eitt stykki hlýja peysu og teppi og svona. Dúnsængin sem við ætluðum að nota og Rakelin svitnaði í sem sköllóttur ungi virðist eitthvað úr sér gengin enda kannski bara búin að þjóna sínum tilgangi. Við stefnum því á kaup á nýrri sæng fyrir kúlusúkk og mig langar voða í ein ný rúmföt handa því líka, annars eigum við nokkur sett. Ætla líka að kaupa ullarföt í Janusbúðinni og lök á vögguna og þá erum við í góðum málum.
Setti taubleiur og innlegg í kassa inn á bað. Fer að þvo þetta hvað úr hverju. Innlegg úr lífrænu efni eins og bambus og hampi þarf að þvo svona þrisvar til þess að þau verði vatnsheld. Svo þarf að setja ullarfitu í ullarbrókina og þvo hinar bleiurnar og bleiubuxurnar eins og einu sinni. Hlakka ekkert smá til að taka saman heimferðarfötin. Smekkbuxur prjónaðar af tengdó (grænar, auðvitað) og gul peysa og húfa prjónað af mömmu þegar hún var 14 og notað af mér og systkinum. Undir eitt stykki græn samfella með uglum. Svo bara fallegt teppi ofan á kút og í bílstól.
Vil ekki vera búin að undirbúa allt of snemma fyrir krílið, þá fer ég bara að bíða. Mér hrýs reyndar hugur við því að vera í þessu ástandi í kannski 8 vikur í viðbót (ef ég skyldi ganga fram yfir). Ég var varla búin að lýsa því yfir að mér liði vel þrátt fyrir að eiga í vandræðum með svefn og brjóstsviða þegar verkirnir fóru að hellast yfir mig. Bar þá undir Hrund og við höldum þetta grindargliðnun. Þrýstingurinn niður á mitt allra heilagasta er hrikalegur og mér líður eins og lífbeinið sé að klofna. Fæ pílur og stingi á svæðinu og þetta er vægast sagt vont. Samkvæmt mínum lestri eru stingir í leggöngum á þessum tíma yfirleitt alltaf tengdir því að barnið er að skorða sig og bora sér niður í grind. En mitt kríli er sitjandi, getur það skorðað sig þannig? Veit einhver? Oh my. Annars er ég hreint ekkert viss um að ég myndi fatta það ef það snéri sér. Það lá næstum á hlið um daginn og þarf því ekki að snúa sér nema hálfhring auk þess sem fylgjan er framan á og dempar svo mikið. Ég finn aðallega hreyfingar og brölt eins neðarlega og mögulegt er og labba eftir því. Eins og ég sé með steypuklump í klofinu. Ef þetta voru of nánar lýsingar þá bara sorrý. Þetta er líf mitt núna. Vil að barnið verði eins lengi og það þarf í bumbunni en ÁÁÁÁÁÁ.
Síðasta helgi var góð. Roadtrip með mömmu á föstudag. Fórum upp á Skaga og lékum okkur. Gisti svo hjá henni þar sem Hrund fór út og ég ekki í stuði til að fara með eða vera ein heima. Jethro Tull tónleikar á laugardaginn og miðnæturheimsókn til tengdó. Litum aðeins inn á Barböru niðri í bæ. Bröns með Gyðu á sunnudag og bíó með múttu og Sprund. Geggjuð norsk mynd. Million Dollar Baby í tækinu um kvöldið, myndin sem við Hrund horfðum (ekki) á á fyrsta stefnumótinu (sem Alba var reyndar á líka því Hrund var of feimin til að vera ein með mér). Í þetta skiptið leiddumst við alla myndina og vorum ekkert feimnar.
Malarrif núna um helgina. Á eftir að segja Rakel sem mun líklega springa af gleði. Talar víst ekki um neitt annað við pabbann sem var orðinn heldur þreyttur í því í hringferðinni í sumar að Rakel bæri alla staði saman við Malarrif sem auðvitað hafði vinninginn. Okkur langar sumst að fara einu sinni áður en unginn fæðist en Hrund verður bara að sjá um allt, ég á nóg með að halda unganum inni.
Annars er ég að þyngjast um kíló á viku núna út af bjúg. Mér finnst það hræðilegt. Var að þyngjast um svona kíló á mánuði og var bara búin að ná 6 kílóum eftir 30 vikur en hef núna rokið upp. Sniff. Kjaga um eins og ég sé með bleiu, blaðran sem ég er. Búin að fá lánaða skó hjá tengdó, sem er með stærri fót en ég, þar sem ég kemst ekki í neitt sem ég á. Ekki í NEITT.
Rakel fékk ný stígvel í gær því eins og venjuleg er komið gat á hin eftir nokkra mánaða notkun. Held að við eigum ein stígvél upp á lofti sem eru gatlaus, öll hin hafa farið í ruslið. Alveg sama hvaða gerð maður kaupir, barnið er skótausböðull. Rakel var á því að þegar sko litla barnið hennar væri 4 ára og hún 4 ára þá mætti barnið fá stígvélin lánuð. Alltaf til í að deila þessi elska. Átti samt bágt með að skilja að þegar litla systkinið (reynum stundum að segja henni að hún sé að fara að eignast systkini og við mömmurnar barn en hún talar alltaf um litla barnið sitt) verður orðið 4 ára þá verði hún orðin 8 ára og líkurnar á því að þessi stígvél endist eitthvað frekar en önnur séu hverfandi.
Annars er hún að fara í heimsón til vinar síns eftir leikskóla og er mjög spennt yfir því. Var svo búin að panta að hafa pizzudag í dag og átti ekki til orð þegar ég sagðist kunna að búa til pizzudeig, finnst ég alveg mögnuð. Svo það verður pizzuföndur og svo súkkulaðihaframjölssmákökur með spelti og hráskykri í eftirrétt sem ég bakaði í fyrradag. Ýkt góðar og nokkuð hollar. Alltaf bakandi í þessari hreiðurgerð.
Ljósmóðir á eftir, skutl eftir lykli að Malarrifi, endurröðun skótaus á heimilinu, vonandi heimaverkefni ef það verður komið á netið og svo þarf að versla mat fyrir Rifið.
Best að byrja á einhverju.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 10:08 | Facebook
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Skemmtileg lesning og skemmtilegar pælingar í þér Díana mín. Varðandi þyngdaraukningu þá er alveg algengt að konur þyngist um 20 kíló á meðgöngu...ég held að ég hafi farið úr 60 kg. í 74kg þegar ég gekk með Hrund...síðan þá hef ég ekki stigið á vigt:) Góða ferð á Malarrif allar þrjár
tengdó 17.9.2009 kl. 17:09
Elskan eina, talaðu við Kristínu út af stellingunni á barninu. Júní var held ég í undarlegri stellingu. Man ég eftir fyrsta deitinu.... vorum við ekki einar heima??? Mig dreimdi þig og barnið um daginn (ásamt öllum börnum sem hafa fæðst á árinu sem ég þekki og mæðrum þeirra) Ættla ekki að segja þér hvers kyns það er en ég veit það;o).Reyndi að hringja í vikunni, héllt þú værir pott þétt heima um miðjan dag? Ég fer alveg að koma annað hvort um næstu helgi eða þar næstu. Hilsen á Malarrif
koss á ykkur allar
Odda Podda 20.9.2009 kl. 01:14
Dreymdi þig sem sagt kynið sem það er ekki? Er það ekki alltaf svoleiðis?
Koddu næstu helgi, gerðu það. Það er pabbahelgi og þá kannski hef ég mögulega orku til að lufsast aðeins út með ykkur, svo er það bara búið. NÆSTU HELGI, NÆSTU HELGI, NÆSTU HELGI, NÆSTU HELGI, NÆSTU HELGI ...
Ég hef örugglega verið sofandi þegar þú hringdir. Meika ekki daginn án þess að leggja mig með kúlusúkkinu.
Júní var sitjandi og Kristín endaði í keisara. Þannig var það víst.
Næstu helgi!!!
dr 20.9.2009 kl. 20:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.