22.9.2009 | 10:03
Lítill rass
Ég er svo frústreruð yfir að barnið skuli snúa litlum rassi niður að ég er að missa það. Veit að ég er rétt að sigla inn í 35 vikur en það er nú algengast að börn séu búin að skorða sig hjá frumbyrjum á þessum tíma svo það er smá pressa. Ég bara fríka út af tilhugsuninni um vendingu, sitjandi fæðingu og keisara. Mér finnst þetta allt hryllilegt.
Er að reyna ölll möguleg ráð til þess að snúa þessum þrjóskupúka. Púða undir rass og fætur upp í loft (fjandanum erfiðara að komast úr þessari stellingu þegar maður er eins og hvalur). Tók svona fílalabb eða bjarnarlabb í gær, beygi mig niður og set hendurnar í gólfið og labba þannig með beina fætur og hendur og dilla mjöðmunum. Hélt ég myndi deyja við þetta og er núna að farast í bakinu. Lýsti svo með vasljósi rétt fyrir ofan lífbeinið en það á að fá forvitinn kríli til að snúa sér. Árangurinn af þessu var enginn nema auknir samdrættir þar sem barnið boraði sér út í hægri hlið með hausinn UPP, ekki NIÐUR. Ætla að standa á höndum í sundi um helgina og halda öllu hinu áfram.
Fæðingin er eitthvað sem ég hef hlakkað svo mikið til en núna er ég bara stressuð og leið.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 10:18 | Facebook
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er nægur tími eftir og þetta með skorðunina er svo misjafnt. Ekki fríka út yfir einhverju sem er alls ekki víst að verði raunin á endanum. Það er svo lítið hægt að stjórna þessu ... þetta fer bara eins og þetta fer. Þetta verður allt í lagi.
Hlíf 22.9.2009 kl. 15:33
Rétt, rétt. Er alveg að fara að taka meðvitaða ákvörðun um að sleppa tökunum og hætta að hafa áhyggjur.
Ég er nú búin að gera það svo oft á þessari meðgöngu, og það andstætt mínu eðli, að ég ætti að fá medalíu.
dr 22.9.2009 kl. 17:13
:) Þú ert mjög dugleg:)
Hlíf 23.9.2009 kl. 11:30
Elskan kemst ekki um helgina :o( verð að vinna til 9 og síðasta vél fer 20:25 :o/ ætli bumbus verði ekki bara komin í heiminn þegar ég kemst. heyri í þér um helgina.
Hættu þessu stressi. Ekki reyna að stjórna því sem þú getur ekki stjórnað það gerir mann bara geðveikan. Verður sem verður
Oddný 24.9.2009 kl. 16:32
Það væri nú ekkert verra ef kúlusúkkið væri fætt þegar þú kæmir svo það gæti hitt uppáhalds frænkuna.
Hlakka til að sjá þig hvenær sem það verður.
dr 25.9.2009 kl. 09:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.