OH

Þá er ég orðin veik. Í fyrsta skipti á þessari meðgöngu reyndar en ekki alveg á besta tíma. Er reyndar ekki með hita og vona að ég fái hann ekki, líður alveg nógu illa takk. Er með alveg svakalegan hósta og svo illt í lungum og brjóstkassa að ég veit bara ekki hvaðan á mig stendur veðrið. Er svo líka með hausverk og þyngsli í höfðinu. Þetta plús óléttan er alveg meira en nóg, var alveg að fara að skæla áðan þegar Sprundin var að knúsa mig, átti hrikalega bágt.

Rakelin er hins vegar mun hressari. Hitinn fór aðeins að lækka í gær og er enn lægri í dag svo hún syngur og trallar og skottast út um allt hús og talar endalaust. Hátt, að mér finnst. Væri alveg til í að hafa hana aðeins rólegri.

Nú er bara að vona að ég verði ekki veikari en þetta og nái þessu sem fyrst úr mér. Ég ætti allavega að vera orðin frísk þegar ég fer af stað (svo lengi sem það verður ekki í þessari viku) sem skiptir öllu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æjæjæj láttu þér nú batna gott samt að vera ekki lasinn þegar barnið kemur þetta er allt partur af stærra plani sko. Tek extra góðar glósur hjá HÞ á eftir er að berjast við verkefni 5 með hitapoka á mér allri svo ég meiki að sitja við tölvu... 5 dagar í settan dag hjá mér...

sigrúnsteingrímsdóttir 6.10.2009 kl. 13:48

2 identicon

Vá, bara 5 dagar!

Ég er með svo mikla meðgönguþoku að mér tókst að gera verkefni 5 vitlaust. Gerði það eins og handrit 2 væri upprunalega handritið og handrit 1 það yfirfarna. Halló!!! Hvernig er það hægt? 

dr 6.10.2009 kl. 14:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband