Fyrsta brosið

Eða allavega fyrsta brosið sem náðist á filmu og hún hefur pottþétt aldrei brosað svona breytt. Hún hafði farið í sinn fyrsta göngutúr í vagninum (undarleg setning, göngutúr í vagni) um daginn, komið inn og drukkið og sofnaði svo og svaf í þrjá tíma í vöggunni í engu nema bleiu og ullargalla frá Janus. Vaknað yndislega úthvíld og hamingjusömpc050074.jpg og brosti og hjalaði framan í mæður sínar. Og ég var hálfgrenjandi á meðan, þetta var svo æðislegt stund. Litli 'einusinnifrostpinninn minn', ástarengillinn minn, Röskvan mín, dóttir mín ... Öll útsteypt í hormónabólum og orðin hálfsköllótt en það fallegasta sem ég veit.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá hvað þetta er stórt og flott bros! Til hamingju með það elskurnar :)

Gyða 7.12.2009 kl. 06:26

2 identicon

Æ, en yndisleg og glöð!!

 Nú verð ég að fara að koma og sjá hana!!!

(úff, ég er ekki búin að vera nettengd síðan í ágúst og hef því ekkert fylgst með bloggum, hvað þá kommentað. Vúff, þetta er mjög erfitt).

Hlíf 10.12.2009 kl. 13:45

3 identicon

Og mér finnst hún alveg fáránlega lík Rakel á þessari mynd!

Hlíf 10.12.2009 kl. 13:45

4 identicon

Já, ég var eiginlega farin að hafa áhyggjur af þér Hlíf!

dr 10.12.2009 kl. 17:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband