Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Betra

Það er ótrúlegt hvað heill dagur í náttfötunum og nóg af Sex and the city og Sprundinni minni gera fyrir geðið. Núna er allt betra.

Það sem er að bögga mig núna er að sökum andlegs álags í síðustu viku gekk mér ekki nógu vel að hreyfa mig og passa mataræðið. Og ég sem var búin að vera svo dugleg. En núna byrjar afró á mánudaginn og um leið ný vika svo ég held ótrauð áfram.

 Mig langar að verða flott aftur.


Súrt

Já, eða beiskt. Það er líf mitt þess dagana. Ótrúlega skrítið eitthvað.

 Annars verð ég bara að deila með ykkur hvað það er gaman í spænskunni. Ótrúlega skemmtileg námskeið sem ég er í.

Rakel er komin inn í 'ífróttaskólann' sem er eins gott því barnið er búið að tala endalaust um hann síðan hún var í honum síðast. Hún hefur þrisvar farið, fyrst þegar hún var bara eins og hálfs árs stubbur, og hún hreinlega dýrkar þetta. Hún var ekkert smá spennt þegar ég sagði henni að hún myndi byrja í dag og lofaði þar upp í ermina á mér því að pabbi hennar kemst ekki með hana. Hún hlýtur að vera svekkt, litla skinnið.

Ég og Bjarndís fórum í Vísó í gær. Það voru allir voða feimnir til að byrja með en svo fórum við út að borða og þá skapaðist smá stemmning. Við færðum okkur á Glaumbar eftir matinn og ég og Gyða fengum okkur bjór, held enginn annar. Ég var búin að ákveða að ég ætlaði að dansa og drekkja sorgum mínum en svo fóru bara allir. Bjarndís og 37 vikna bumban hennar fóru heim að sofa, kærastinn hennar Gyðu kom og náði í hana og á meðan ég var á klósettinu fór restin. Þetta var alveg eins og eitt atriði í Friends þegar Ross fór á klósettið og á meðan fóru allir. 'How long was I in there?' veltum við Ross fyrir okkur.

Ég var reyndar kannski óvenju lengi því ég var að reyna að ná sambandi við Hrund sem var á skahallanum í vísindaferð með enskunemum. ??? Kom reyndar í ljós að einn neminn er æskuvinkona hennar.

Kristín krútt var reyndar ekki farin og kom inn á klósett að bjóða mér far heim. Mig langaði ekki rass heim og svo var ég enn með nær fullan bjór. Ég sat því bara ein á Glaumbar og drakk minn bjór og langaði að grenja úr svekkelsi.

Þegar ég kom út var byrjað að hellirigna og ég fann ekki helvítis staðinn sem Hrund var á. Var þarna eins og hóra á gangi í Lækjargötunni í hálftíma og Hrund með símann á silent! Ég stóð líka á götuhorni eins og hóra og velti fyrir mér hvern ég gæti hringt í og skipað að djamma með mér: Hlíf heima að skrifa mikilvægan kafla, Oddný í útlöndum, Katla í útlöndum, Hildur í útlöndum, Inam í útlöndum, systir mín of ung, Rósa sofandi, Davíð heima með vinum sínum. ARG.

Fann loks þennan stað sem Hrund var á og þambaði einn bjór. Það var ískalt þarna og enginn klósettpappír svo við Sprundin mín ó svo fulla fórum á Hressó. Þar var focking trúbador frá Selfossi að spila. Ekki. Skemmtilegt. Ég fékk mér því bjór. Hitti reyndar Davíð sæta og spjallaði við hann. Tónlistin byrjaði svo loks og við Hrund dönsuðum við tvö, þrjú lög. Svo vildi hún fá sér að borða og fara heim.

Var þetta kvöld eins og það átti að vera.

Nei.

Og ég er í ógesslegri fýlu bara. Og dansaði sorgir mínar ekkert frá mér.

Vaknaði svo klukkan hálf focking tíu. Hvað er málið með það?

Bara ömurleg færsla. Sorrý.


Var að fatta ...

... að það er óvenju langt síðan ég bloggaði síðast. En samt ekkert langt. Dagarnir líða svo hratt um leið og skólinn byrjar. Ég er bara að reyna að standa mig og læra og mæta í tíma og svona. Ótrúlega sérstök tilfinning að sjá fyrir endann á náminu, ég á svo lítið eftir.

Ég valdi erfiðara spænskunámskeiðið og sé ekki eftir því (að minnsta kosti ekki enn). Er einmitt að fara að lesa ljóð á eftir, ekki amalegt. Ég er bara sátt við öll námskeiðin sem ég er í, ef ég er jákvæð geta þau öll verið nokkuð skemmtileg. Straumar og stefnur þurfa samt að taka sig á, soooooldið erfitt að halda leiðbeiningu við heimalærdóm og í tíma.

Annars er pínu sem hvílir á mér og ég kemst ekkert í góðan blogggír fyrr en það er yfirstaðið. Mikið svakalega getur lífið verið erfitt.

Ég ætla bara að halda áfram að læra og hætta þessu röfli.


Afmæli

Ég var á endanum ekki mjög félagslega sinnuð á föstudaginn. Bjarndís vinkona sem ætlaði með mér í gönguna náði sér í ælupest og þá var einhvern veginn úr mér allur félagsvindur. Fannst þetta allt í einu svo erfitt eitthvað að ég þurfti að leggjast upp í rúm í 5 mínútur. Fór svo bara að borða kjúkling með stelpunum mínum og svo horfðum við Hrund á spólu eftir að kríli var sofnað og fórum snemma af sofa. Við kyrnur erum hreinlega að drepast úr þreytu þessa dagana.

Í gær áttum við Sprundin þriggja og hálfs árs sambandsafmæliInLove Ég fór út í bakarí um morguninn og svo áttum við stelpurnar mínar kósý stund við morgunverðarborðið. Við fórum svo í Smáralindina og byrjuðum þar á því að fara með Rakel í gæslunna. Hún er ekkert smá flott, ekkert sjónvarpsgláp heldur risa kastali þar sem hægt er að klifra og skríða gegnum rör og renna sér og einnig er lítið boltaland og annað minna leiksvæði. Hægt er að kaupa drykki hand krökkunum og ís ef menn vilja og má hafa börn á Rakelar aldri í gæslu í eitthvað um tvo tíma. Það er góður tími þar sem enginn nær að gera neitt á klukkutíma (hámarkstími t. d. í Ikea þar sem börnin glápa á sjónvarp) og börnin skemmta sér konunglega. Rakel var eldauð í framan og rennandi sveitt þegar við komum að ná í hana og talaði lengi á eftir um hvað hún hafði skemmt sér vel. Við mæður gerðum á meðan kostakaup og er ég alsæl með nýju kjólana mína þrjá. Ég elska kjóla. Núna verður ekkert meira fatarkyns keypt fyrr en einhvern tíma á næsta ári.

Við fengum okkur hádegismat á Energia í Smáralindinni, staður sem við Hrund höfum alltaf verið hrifnar af. Ég var líka mjög ánægð með barnamatseðilinn sem samanstóð ekki bara af einhverju djúpsteiktu heldur gat Rakel fengið skyr og ávexti. Eftir hádegismatinn fórum við í bíó að sjá Grísina þrjá í nýrri útgáfu. Mjög fín mynd og Rakel skemmti sér vel.

Við Hrund áttum hins vegar ekki til orð yfir átinu á börnunum. Það var laugardagur í gær. Nammidagur hjá öllum börnum (nema mínu þar sem ég er alfarið á móti dögum þar sem er skylda að borða nammi). Það var alveg sama hversu ung börnin voru, hvert einasta barn var með nammipoka. Og ég er ekkert að tala um nokka mola í poka heldur fulla poka, magnið svipað og þegar við Hrund kaupum okkur nammi saman í poka sem við getum svo aldrei klárað. Mér blöskraði. Þriðja hvert barn var svo spikað með vömbina yfir buxnastrenginn. Hvað í fjandanum eru foreldrar að pæla? Mér finnst eitt það mikilvægasta í lífi barna að kenna þeim góðar matarvenjur en við Hrund erum greinilega einar um það.

Auðvitað vill barnið líka fá eitthvað að borða í bíó eins og allir hinir. Við keyptum því litla pakka með lífrænum rúsínum og lítil lífræn poppkex með súkkulaði öðrum megin. Hún fékk tvo pakka af rúsínum og 6 lítil kex. Alveg meira en nóg og krakkinn sáttur með það og sinn trópí. Börnin í kring voru flest öll með popppoka, sum með miðstærð eða stærstu stærðina og nær öll með hálfs lítra gos og svo auðvitað risastóra nammipoka. Að sjálfsögðu var hlé og var það hátt í 20 mínútur. Það var stríðsástand í salnum á meðan þar sem krakkarnir voru öll orðin klikkuð af átinu og hlupu út um allt eða grenjuðu á meira að éta. Við mægðurnar sátum bara allar í sjokki.

Ok, ég er kannski fanatísk á mat með mína hollustu og lífræna sull. En við erum það sem við borðum. Ég vil það besta fyrir barnið mitt og ef hún fær hollan (og helst lífrænan) og næringarríkan mat að borða þá verður allt hennar líf betra. Líkaminn nær að þroskast vel og rétt, andleg líðan hennar verður betri, hún hefur meiri orku og sefur betur. Ég vil líka að hún læri að umgangast mat sem mat og ekkert annað. Mat á að borða til þess að uppfylla orkuþörf. Það á ekki að nota hann sem verðlaun eða til huggunar og börn þurfa að læra að borða rétt og borða í hófi. Við eyðileggjum allt með því að gefa þeim of mikið, barn kann sér ekki hóf. Ef þú gefur barni fullan nammipoka þá borðar barnið þangað til það er að springa.

Æ, þetta bara skiptir mig svo miklu máli.

Anywho. Eftir bíó skruppum við aðeins til ömmu í kaffi og spjall og vorum svo komnar heim um sjö. Mæðgur hoppuðu í sturtu og ég gekk frá nýju flíkunum. Mamma kom svo að passa Rakel því við Sprundin vorum að fara út að borða á Hereford. Í stuttu máli sagt heppnaðist sú ferð vel, maturinn var góður og þjónustan góð. Við fórum og keyptum okkur ís í eftirrétt og náðum okkur í spólu og höfðum það svo gott uppi í sófa með mömmu.

Núna er ég búin að ræsa mömmu og ætlum við í kraftgöngu. Við stelpurnar ætlum svo á eftir á Sorpu með billjón dósir og svo fær Rakel að skottast hjá ömmu Sillu á meðan við mæður þvoum bílinn.

Sem sagt. Góðar stundir hjá mér. Vonandi líka hjá ykkur. 


Ha ha

Gott að byrja morguninn á ha ha. Og ég er mjög stolt af mér fyrir að vera vöknuð svona snemma þar sem  ég á ekki að fara í tíma fyrr en eftir hádegi og Rakel er ekki heima svo ég hefði alveg getað sofið út. En ég þarf að læra og svo snúsaði Hrund svo svaðalega oft í morgun að ég var vöknuð löngu á undan henni.

Valdi kassa á núinu áðan, vann enn eina gelásetninguna og í þetta skipti FRÍA brúnkumeðferð með. Ég vinn bara eitthvað svona og svo vaxmeðferðir. Ég er bara ekki alveg týpan til þess að vera með einhverjar gelneglur (ég myndi þá bara safna þeim sjálf en ég vil bara vera með stuttar neglur) og ganga um ógeðslega tönuð. Ég hef tvisvar farið í ljós (fyrir ferminguna mína og svo einu sinni í Danmörku þegar við höfðum ekkert betra að gera) og ég verð allt öðruvísi brún en í sól. Frekar öglí. Svo vil ég alls ekki láta vaxa mig alla að neðan og líta út eins og smástelpa. Og get auk þess hugsað upp aðrar leiðir til þess að kvelja sjálfa mig sem kosta ekki pening. Á núnu áðan var svo verið að bjóða til sölu bókina 'Sjortarar' sem er fyrir fólk sem hefur ekki mikinn tíma fyrir kynlíf. Þetta hljóta að vera sjortarauppskriftir og mig langar ekkert smá að skoða þessa bók, hún hlýtur að vera mjög áhugaverð. Líklega fátt sem ég get nýtt mér í henni reyndar þar sem það er ekki typpum fyrir að fara í mínu sambandi en áhugavert engu að síður.

Svo er ég að hugsa um að fara í ferskmannagönguna í skólanum á eftir (sem er ekki bara fyrir nýnema). Ég var búin að ákveða að taka einhvern þátt í félagslífinu síðasta árið mitt í BA-náminu. Hin árin hef ég ekki gert neitt. Bæði er ég ógeðslega feimin og félagslega skert af þeim sökum og svo byrjaði ég á vorönn og var því aldrei samferða neinum öðrum nýnemum. Ooooog ég skipti úr hagnýtri og yfir í 'venjulega' íslensku eftir ár. Ég hef svo sannarlega gert mér námið eins erfitt og mögulegt er. Og ég ráðlegg engum í heiminum að byrja nám á vorönn. Úff. Æ, svo er ég einhvern veginn bara búin að vera mamma og kærasta svo lengi núna. Og ég hef verið mjög sátt við það. En ég er alveg að týna sjálfri mér og hef einbeitt mér svo stíft að öllu öðru en mér að ég hef bara staðið í stað finnst mér. Ég er ekki 22 ára lengur þótt mér finnist það alltaf og ég þarf að láta mér líða aðeins meira 25 ára. Auðvitað er ég enn þá ung og allt það en maður breytist nú alveg á þremur árum. Svo víííí. Díana Rós í félagsstarfið á eftir.

Ok. Lærilærilæri.

Já, og sko Sjortarabókin var ha ha, mér fannst þetta svo fyndið. Ömurlegur húmor en alveg sama ha ha.


Ok

Ok, þetta er komið. Og það var EKKI auðvelt að redda þessu.

Sjitt, ég held ég verði að fá mér eitthvað að borða, ég er svo sjúklega pirruð.


?

Af hverju í helvítinu birtist ekki þessi skoðanakönnun þegar ég er búin að haka í 'birta könnun' kassann?

Lúði

Ég er algjör lúði. Allt í einu bara get ég ekki munað að Rakel fer til pabba síns annan hvern fimmtudag. Held reyndar að þetta sé fyrsti fimmtudagurinn síðan fyrir sumarfrí sem hún fer til hans, allt kerfið hefur verið í einhverju rugli út af fríinu.

Í gær fannst mér að Rakel myndi fara í leikskólann í dag og svo til pabba síns en samt vera komin um kvöldið og var eitthvað þvílíkt að spá í kvöldamat og eitthvað. Svo setti ég hana í föt frá pabba sínum í morgun þannig að ég mundi þetta greinilega þá. Áðan gleymdi ég þessu hins vegar aftur. Fór að tala um það í símann við Hrund hvernig við myndum hafa þetta fjölskyldan áður en ég færi í ræktina, borða skyr bla bla bla og Hrund bara já gerum það (hún sagði mér í öðru samtali seinna að henni hefði fundist pínu skrítið að ég væri eitthvað svaka að plana að við tvær myndum borða áður en ég færi í ræktina, hún fattaði ekki að ég gerði ráð fyrir Rakel). Ég hafði verið að horfa á Mími keppa í fótbolta og sólin skein og það var verið að gefa pylsur og ég ýkt svöng og það áttu að vera tónleikar og ég bara ákvað að drífa mig heim svo ég væri komin í tæka tíð til að sækja Rakel. Fattaði þegar ég var komin upp að dyrum AÐ HÚN ER HJÁ PABBA SÍNUM. Svo núna er ég bara ýkt fúl. Það eru fjórir dagar í mánuði sem ég þarf ekki að sækja Rakel og ég nota einn þeirra í að drífa mig heim til að sækja hana. LÚÐI.

Ég bara get ekki ákveðið mig í spænskunni svo endilega svarið skoðanakönnuninni minni. Ég er að fá magasár og er svo hrædd um að taka ákvörðun sem ég á eftir að sjá eftir. Sumir hafa hæfileikann til að taka ákvarðanir og vera alltaf vissir um að þeir hafi tekið rétta. Mér finnst ég oft taka ákvarðanir sem eru algjört klúður og gæti öruggleg grenjað í marga klukkutíma yfir ömurlegri ákvarðanatöku í lífi mínu. Ég geri það hins vegar ekki því ég hef hæfileikann til þess að líta til baka og sjá ekki eftir neinu sem ég hef gert. Á meðan ég er að gera hlutina get ég samt verið að sparka í sjálfa mig fyrir að vera STJÚPID.

Já, ég er bara öll í ÖSKRINU í dag. Svoleiðis líður mér bara.

Svo er ég hætt að sofa svona vel eins og ég gerði fyrstu tvær vikurnar eftir að ég byrjaði að hreyfa mig svona mikið.

Vaknaði þegar Hrund kom upp í um eitt í nótt. Gat ekki sofnað. Bylti mér. Var óstjórnlega heitt. Fannst Hrund vera lifandi hitapoki.

Fékk svo næstum hjartaáfall þegar ég heyrði einhvern brjálaðan dynk, eins og eitthvað járn hefði skollið í gólfið og húsið væri að hrynja. Hrund stökk á fætur og gáði að Rakel sem svaf á sínu græna. Komumst svo að því að fatahengið í holinu hafði hrunið og lágu yfirhafnir, húfur, vettlingar og sjöl út um allt. Ég týndi saman og raðaði í körfurnar aftur og hélt svo við hengið, sem lafði á einni skrúfu, á meðan Hrund losaði það alveg. Þar sem ég stóð þarna í engu nema brók og geispaði stöðugt heyrði ég að krílið fór á stjá. Hún rumskaði ekki við dynkinn en hafði greinilega vaknað til að pissa. Rauðhærð og krumpuð í nýja náttkjólnum tölti hún fram hjá okkur. Leit varla á mömmurnar, aðra hálf nakta og hina á slopp sem voru að reyna að koma henginu niður og föt út um allt gólf. Algjörlega ósnortin af þessu sagði hún: 'Mammí, ég þarf að pissa'. Sem hún gerði og þegar ég var búin að skeina hana fór hún aftur upp í rúm og sagði um leið og ég breiddi ofan á hana: 'Aaaaahhhhh. Góða nótt mammí. Ég kallikki (kalla ekki) oft á þig'. Svo mikið krútt.

Við komumst á endanum upp í rúm. Gat ekki sofnað. Bylti mér. Var óstjórnlega heitt. Fannst Hrund vera lifandi hitapoki.

Nú er ég bara enn þá ýkt svöng af því að ég fékk mér enga pylsu.

HNUSS.


Magi, rass og læri

Eins og stendur kemst ég ekki í neina tíma í Baðhúsinu nema magadans (skrifaði ég þetta kannski líka í gær?) og skellti ég mér í einn tíma með Rósu í gær. Sjitt!!! Hvað þetta var erfitt. Maður þarf að spenna alla mögulega og ómögulega vöðva í bakinu, halda rófubeininu inni svo ekki myndist fetta, sem aftur þýðir að ákveðnir vöðvar eru alltaf spenntir, spenna og slaka á magavöðvum til skiptist og einnig að hreyfa efri og neðri hluta búksins til skiptist og þá bara annan í einu, hinn á að vera kyrr. Til þess að ná góðu valdi á magadansi þarftu virkilega að æfa vöðvana í lærum, maga, rassi og baki. Ég þurfti að hugsa svo mikið til þess að gera hreyfingarnar að ég svitnaði á heilanum.

Annars þekki ég kennararann í gegnum Bjarndísi og Ölbu, vinkonur okkar Hrundar. Kennarinn var skemmtilegur, tíminn var skemmtilegur, allt var skemmtileg. Ég held ég haldi áfram í þessum tímum í vetur og get þá vonandi dillað og sveigt og hrist allt mögulegt með elegans.

Ég er ekkert í skólanum á miðvikudögum svo við Rakel nutum þess munaðar í morgun að sofa til átta. Þegar maður þarf á fætur klukkan hálf sjö venjulega (og borða morgunmatinn sinn korter í sjö sem er mjög erfitt að gera svona snemma (ég er að reyna að venja mig á það því annars er ég alltaf svo svöng í tíma)) er það algjör lúxus. Við mægður tókum því bara rólega, borðuðum hafragraut úr lífrænum tröllahöfrum með lífænum rúsínum út á og fengum okkur lýsi og appelsínusafa á eftir. Hlýtur að vera hollasti morgunmatur í heimi. Eftir burstun hárs og tanna hjólaði krílið á leikskólann og núna bíður mín lærdómur, hvað annað.

Mér tókst reyndar að detta illa úti í garði. Var búin að ná í hjólið hennar Rakelar og var að bera það yfir grasið í átt að stéttinni. Á leiðinni steig ég með annan fótinn á lítinn pall upp við húsvegginn. Hann var blautur og mjög sleipur. Ég rann til, hentist upp í loft með hjólið í fanginu og skall aftur fyrir mig á pallinn. Í fyrsta lagi var ég öll í skít. Í öðru lagi fékk ég hjólið hennar Rakelar ofan á bera fótleggina. Í þriðja lagi skall bakið harkalega í svo ég missti aðeins andann. Rakel horfði ráðvillt á mig þar sem ég lá hálf á pallinum og hálf á grasinu og dót út um allt því þegar ég datt missti ég lyklana, hjólalásinn og flíspeysuna hennar Rakelar úr höndum og lá það á tvist og bast. 'Meiddiru þig mammí' spurði kríli. 'Já', vældi ég. 'Á ég að kyssa á það' bauð hún. Ég þáði það, skreiddist á fætur, dró pilsið upp mína beru leggi og fékk mjúkan og blautan barnakoss á lærið. Allt búið.

Jæja, þá er það kaffi og bókmenntafræði.

 

 


Strætó

Þá er ég bara farin að taka strætó tvisvar á dag. Ég hef ekki gert það síðan ég var í MH svo að þetta er næstum spennandi. Nei. Samt ekki. Ég tók nú strætó í fyrravetur líka en þá skiptumst við Hrund á að vera á bílnum. Núna þarf hún upp í Garðabæ í vinnuna svo það er hentugast að ég taki strætó.

Sem er að mörgu leyti svaka fínt. Stoppustöðin er nálægt og ég er svipað lengi í skólann og ef ég væri á bíl. Þegar fer að snjóa þarf ég ekkert að skafa og hoppa bara upp í heitan strætó. Hins vegar er ekki gaman að bíða eftir strætó í ömurlegu veðri og ekki gaman að þurfa að standa í troðfullum strætó. Enn sem komið er nýt ég þess í haustveðrinu að taka strætó, næ yfirleitt sæti og hlusta á mína tónlist. Skemmti mér líka konunglega við að skoða fólkið í strætó, mest ungt fólk á ýmsum aldri á leið í skólann. Svo er ég búin að eignast strætóvin sem settist hjá mér í gær og í dag, mig á örugglega eftir að langa til að heilsa honum og öðrum í lok vikunnar þar sem þetta er alltaf sama fólkið í strætó.

En HALLÓ. Burstið tennurnar people!!! Andfýlan ætlar mig lifandi að drepa. Kannski er það strætóvinur minn sem er svona andfúll. Eða eitthvað af hinu fólkinu. Eða allir. Málið er að strætóinn sem ég tek þegar ég á að vera mætt 8:20 er troðfullur. Ég næ yfirleitt sæti en nokkrum stoppustöðvum seinna erum við eins og sardínur í dós. Og þú átt að druslast til að bursta tennurnar ef þú veist að þú átt eftir að vera svona ofan í fólki. Og bara bursta tennurnar á morgnana yfir höfuð. Hvað sóðafólk er þetta. OJ.

Svo er ég sammála mömmu með það að það er óskiljanlegt af hverju karlmenn þurfa alltaf að sitja svona gleiðir. Þrengir svona að slátrinu ef þeir sitja með fæturna saman eða? Mamma var að keyra um með karlmann í farþegasætinu núna um helgina og þessi pena kona komst varla fyrir. Maðurinn þurfti svo svakalegt pláss fyrir djásnið að hann var með annan fótinn utan í hurð og hinn utan í mömmu.

Í strætó í morgun var eina lausa sætið við hliðina á einhverjum kalli sem sat í gluggasæti og las Fréttablaðið. Ég kom inn úr rigningunni með mína regnhlíf og skólatösku og reyndi að koma mér fyrir hjá manninum. Hann sat bara svo fjandi gleiður að hann tók nær allt mitt sæti. Ég kunni ekki við að spyrja hann hvort honum væri sama þótt hann þrengdi að typpinu á sér frekar en mér svo ég tyllti mér á brúnina á sætinu sem skarst skemmtilega inn lærið á mér og aðra rasskinnina. Ég vó salt á brúninni þangaði til ég var nærri dottin í einni beygjunni. Þá sá maðurinn aumur á mér og færði sig eins nálægt glugganum og hann gat. Hann sat hins vegar enn þá svona gleiður svo það breytti litlu fyrir mig. Hann var sem betur fer ekkert mjög lengi í strætó og þegar hann var farinn settist strætóvinur minn hjá mér. Andfúli strætóvinur minn. 

Kannski er ég helvíti góður strætófarþegi. Ég er alltaf með strætókortið tilbúið og ég sest í gluggasæti þegar ég get með töskuna í fanginu svo sætið við hliðina á mér sér laust. Svo er ég hrein og með burstaðar tennur.

Eins og staðan er núna eru einu tímarnir sem ég kemst í í Baðhúsinu magadans. Ég er samt að hugsa um að kaupa mér kort þótt ég neyðist til að vera í tækjasalnum. Svo ætlum við Rósa að prófa magadans á eftir.

Annars tókum við mamma 50 mín. powergöngu í gær. Duglegar.

Ekki meira núna. Er svöng.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Díana Rós og Hrund og dæturnar Rakel og Röskva
Díana Rós og Hrund og dæturnar Rakel og Röskva
Hér skráir Díana Rós fyrir hönd litlu fjölskyldunnar hinar ýmsu athafnir hennar og deilir með ykkur sögum úr stelpukotinu þeirra í Skipasundi

Myndaalbúm

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 56566

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband