Bloggfærslur mánaðarins, september 2008
1.9.2008 | 18:21
Haust
Já, mér finnst haustið byrja um leið og skólinn. Það er hins vegar sumarveður sem er mjög ljúft.
Laugardagurinn var svo sannarlega dekurdagur. Hrund kallaði á mig í áðurnefnt bað um morguninn og lét ég mig sökkva í baðið fullt af froðu og vöðvaslakandi baðsalti. Ég tók ipodvögguna með inn á bað og hlustaði á tónlist, Hrund hafði líka kveikt á kertum og svo var ég með bók við höndina. Eftir gott 'hugs' og dekur við sjálfa mig kom ég mér upp úr og inn í eldhús þar sem Hrund var búin að bera á borð safa og nýbökuð, gróf rúnstykki með tilheyrandi áleggi og bláberjamúffu í eftirrétt. Eftir matinn skelltum við okkur í Kringluna og keyptum heilan helling. Við keyptum okkur sitthvort skóparið en auk þess keypti ég mér veski og ermar og Hrund veski og úlpu. Við keyptum líka geggjaða skó á Rakel, úlpu, tvær hnepptar peysur og gallabuxur. Fötin á hana voru keypt í Zöru sem er með fallegustu barnafötin að mínu mati. Þar er hægt að finna föt á stelpur í öðrum litum en bleikum (til dæmis sinnepsgulum og brúnum eins og peysurnar sem við keyptum) og flestar flíkurnar eru alveg lausar við einhverjar áletranir.
Eftir að hafa eytt öllum þessum pening bauð Hrund mér út að borða á Pottinn og Pönnuna þar sem við fengum okkur súpu og salatbar í forrétt og kjúkling í aðalrétt. Því næst fórum við í bíó að sjá WallE sem er ótrúlega flott, vönduð og skemmtileg teiknimynd (og Gyða, ég segi eins og Kristín, ég er alveg til í sjá hana aftur ef þig vantar einhvern til að fara með þér ). Kvöldið enduðum við svo uppi í sófa með gómsætan jógúrtís. Ótrúlega ljúft. Sunnudagurinn fór bara í eitthvað knús og afslöppun hjá okkur kyrnunum og Rakelin kom svo heim að verða sex. Frank, gamall fjölskylduvinur sem kom hingað til að vera við frumsýningu Sveitabrúðkaups, bauð fullt af fólki út að borða á Holtinu um kvöldið og fór ég fyrir hönd minnar litlu fjölskyldu. Það var mjög gaman að spjalla við ættmennin og hina og pæla í matnum og framsetningu hans. Allir réttir eins og sýnishorn af einhverju og misgóðir þótt allir ættu þeir það sameiginlegt að vera ótrúlega dýrir. Ég hef nú oft fengið betri mat en það er alltaf gaman að láta bjóða sér út að borða og þurfa ekkert að elda, skammta sér eða vaska upp.
Svo byrjaði skólinn í dag. Ég er nú ekkert svaka spennt fyrir spænskunámskeiðunum sem ég er að fara að taka en held samt að það hafi verið rétt ákvörðun hjá mér að taka spænsku sem aukafag, mig langar svo að öðlast einhverja færni í málinu.
Ég held mér lítist ágætlega á lífið í dag.
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 56566
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar