Bloggfærslur mánaðarins, desember 2009
17.12.2009 | 12:59
Á morgun ...
... verður rauðhausinn 5 ára og Röskva mín 7 vikna. Þær eru báðar orðnar svo stórar að ég trúi því ekki. Hvað þá að minns eigi þær. Kraftaverkin mín.
Afmælisveislan tókst vel, tveir tímar af svaka fjöri og batmanköku. Mestu skiptir að Rakelin var himinlifandi. Gjöf okkar mæðra sló í gegn og krakkarnir hlustuðu á örugglega alla diskana sem hún fékk með geislaspilaranum í afmælinu. Vorum svo líka með opið hús og heitt á könunni fyrir ættinga á þriðjudaginn sem gátu þá komið við og gefið pakka og knús. Rakelin fékk legó og bækur og bíla og var hæstánægð með það. Best fannst henni þó held ég að fá að borða piparkökurnar sem við bökuðum og skreyttum síðustu helgi hjá mömmu ...
Vorum bara á ferðinni síðustu helgi, Röskvan orðin svo stór. Vorum eins og áður sagði i bakstri hjá mömmu og fórum líka í heimsókn til tengdó þar sem Röskvulingur svaf á meðan við hinar fórum í pottinn.
Ætlum allar að kaupa jólatré á eftir og svo jafnvel í laufabrauðsútskurð til mömmu (hún vinnur niðri á þingi svo það er nú ekki víst að hún komist neitt heim til sín).
Um helgina vonast Sprundin til að komast út að kaupa gjafir handa systkinum sínum og mér. Það eru rúmar tvær vikur frá hnéaðgerðinni og hún er enn þá kvalin og kemst ekki í vinnu og er læknirinn ekki sáttur með það. Sprundin höktir um og sem betur fer er Röskva það vær að ég gat stokkið út og keypt allar gjafir og undirbúið jólin þar sem það er lítil hjálp í litla fatlafólinu. Desember hins vegar þýtur hjá og ég á enn eftir að baka tvær sortir og gera ólvíubollur, stefni á það um helgina. Svo þarf víst að pakka inn en það finnst mér ömurlega leiðinlegt. Hrund finnst það skemmtilegt en hún er svoooooo lengi að dútla við þetta að hún nær þremur pökkum á meðan ég pakka inn rest og reyti hár mitt yfir því hvað þeir eru ljótir hjá mér.
Röskvan er að skána af hormónabólunum og er svo falleg og brosir svo mikið og hjalar að ég gæti grenjað. Læt mér nægja að tárast. Finn samt hvernig hjartað vill út úr brjóstinu af stolti þegar ég skoða myndir af yndislegu stelpunum mínum. Elska kvöldin þegar ég fer að sofa og heyri léttan andardrátt Röskvunnar við hlið mér í rúminu og gnístrið í tönnunum (og stöku hróp og köll því barnið talar og æpir endalaust upp úr svefni) í rauðhaus í herberginu á móti.
Það er sko hamingja.
Var að setja myndir af gullunum mínum inn á Barnaland, allir að kíkja. Hér smá forsmekkur:
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 13:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.12.2009 | 13:18
Hahaha
Fyrst samt eitt sem er ekki hahaha. Hvernig getið þið ekki kommentað á yndisfagurt bros hinnar fullkomnu dóttur minnar (þú tekur þetta ekki til þín Gyða? Maður er bara stórmóðgaður!
Annars er hin dóttir mín jafnfullkomin og hryllilega fyndin. Hún fékk leyfi til að bjóða þremur vinum í afmælið sitt sem við ætlum að halda komandi sunnudag. Hún vill bara bjóða strákum, þessi elska. Og vonast eftir bílateppi og sjóræningjalegói í afmælisgjöf. Ég er viss um að fólk heldur að við ölum þetta upp í henni og séum eitthvað að stjórna henni. En neineinei. Ég margspurði hana t.d. hvort hún vildi ekki bjóða neinni stelpu en hún sagði 'nei, bara strákum.' Og við höfu reynt að bjóða henni dúkku, bara svona til að hafa örugglega boðið henni það. En hún vildi frekar plasthest. Held samt að þau séu 5 sem leika sér mikið saman, strákrnir sem boðnir verða í afmælið og ein stelpa auk Rakelar. Spurning um að bæta einum krakka við og bjóða stelpunni líka svo maður sé ekki að leysa upp neitt teymi.
Ég hlakka svo til að gefa henni afmælis- og jólagjöf. Reyndar hlökkuðum við líka mikið til að gefa henni Pétur í fyrra sem var pínu flopp þar sem hún átti von á litlum bróður. Og svo er Pétur sérstakur fugl sem hefur ekki mikinn áhuga á fólki. Við elskum hann samt. Allavega, við ætlum að gefa henni geislapspilara í afmælisgjöf og nokkra diska með (nýja strumpadiskinn og svo skrifaða diska með uppáhaldinu hennar, Valla og snæálfunum og Valla og eitthvað fullt annað). Þá getur hún hlustað á diska, kasetturnar sínar og útvarpið inni í herbergi. Hún hefur verið að nota gamla tækið mitt sem ég fékk frá pabba mínum þegar ég var 5 ára og gæðin eftir því. Ekkert hægt að hlusta á útvarp og augljóslega enginn geislaspilari. Í jólagjöf fær hún svo umrætt bílateppi og nokkra mjög svo svala bíla.
Rakel er bara svo svöl.
Og núna er ég farin að læra. Langar að klára lokaverkefnið í dag helst. Hrund er enn svo slæm í hnénu eftir aðgerðina að hún er heima í dag og sér um ungann núna (þær sofa báðar) svo ég verð að nýta tímann.Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 13:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.12.2009 | 19:03
Fyrsta brosið
Eða allavega fyrsta brosið sem náðist á filmu og hún hefur pottþétt aldrei brosað svona breytt. Hún hafði farið í sinn fyrsta göngutúr í vagninum (undarleg setning, göngutúr í vagni) um daginn, komið inn og drukkið og sofnaði svo og svaf í þrjá tíma í vöggunni í engu nema bleiu og ullargalla frá Janus. Vaknað yndislega úthvíld og hamingjusöm og brosti og hjalaði framan í mæður sínar. Og ég var hálfgrenjandi á meðan, þetta var svo æðislegt stund. Litli 'einusinnifrostpinninn minn', ástarengillinn minn, Röskvan mín, dóttir mín ... Öll útsteypt í hormónabólum og orðin hálfsköllótt en það fallegasta sem ég veit.
1.12.2009 | 17:21
Nokkrar mínútur
Já, mér líður eiginlega eins og það séu nokkrar mínútur í deginum enda verður mér ekkert úr honum. Eða það er ekki satt. Ég gef barninu mínu brjóst og skipti á því og knúsa það og við reynum stundum að leggja okkur. Ég set yfirleitt í vél og reyni að borða með barnið á handleggnum. Stundum næ ég að vaska upp. Svo eyði ég miklum tíma í að stressa mig út af jólaundirbúningi og lokaverkefni sem ég hef engan tíma til að sinna. Röskvu finnst algjör óþarfi að ég geri nokkuð annað en spjalla við hana á daginn. Hún vill alltaf vera vakandi þegar ég borða og helst vera með læti og hún móðgast mjög ef ég set hana sofandi í vögguna og vaknar med det samme. Hún dormar stundum í ömmustólnum sínum en passar að ég gleymi ekki að rugga honum. Amma hennar var að fara að skutla Rakel í afmæli og dúllan svaf á meðan hún var hér. Sofnaði í fanginu á henni og svaf svo í 45 mín. alsæl í vöggunni. Um leið og amman lokaði hurðinni á eftir sér og ég settist niður við tölvuna vaknaði hún og nú vill hún í mitt fang og engar refjar. Ég er hins vegar ekkert mjög góð í að skrifa með einari (eða með annarri hendi eins og sumir segja) og þess vegna hef ég ekki bloggað lengi né skrifað staf í lokaverkefni.
Ég væri ekkert að basla með að vera í skólanum ef ég þyrfti þess ekki vegna námslánanna, ég verð að fá lán fyrir þess önn, annars yrði ég að selja mig eftir áramót til að eiga fyrir salti í grautinn. Ég var að hugsa um að taka eitt fag eftir áramót en ég er jafn vel á því að sleppa því bara, mig langar bara að njóta Röskvunnar minnar og þurfa ekki að vera með eilíft samviskubit og áhyggjur.
Annars erum við búnar að skreyta, kaupa í tvær smákökusortir og ólívubollur sem og slatta af jólagjöfum svo ég þarf ekkert að vera stressuð. En svona er ég bara. Venjulega er ég samt í prófum þangað til korteri fyrir jól svo ég ætti að hafa meiri tíma. En ég bara hef það ekki. Röskva tekur hann allan eins og hún á að gera.
Náði loksins að breyta Barnalandssíðunni hennar Rakelar í systrasíðu. Sleppti því að borða og fara í sturtu á meðan barnið svaf í ömmustólnum og gat þá gert síðuna. ALLAN tíma þurfti ég að rugga unganum. Ef ég stoppaði vældi hún. Náði svo bara að klára af því að mamma og co. komu í heimsókn og gátu tekið ungann í fangið. En slóðin er sem sagt: rakelogroskva.barnaland.is og lykilorðið það sama og áður. Ef einhvern vantar það er bara að senda mér póst á drr1@hi.is og grenja það út. Settin inn albúm merkt Röskvu þar sem við eigum svoooo mikið af myndum af henni sem ég vil deila með ykkur. Í framtíðinni verða albúmin sameiginleg.
Annars erum við bara búnar að hafa það rosa gott. Er alltaf á leið út að ganga með Röskvu í vagninum. Ætluðum síðustu helgi en þá var hún svo hrikalega kvefuð (og er reyndar enn). Sprundin er á leiðinni í hnéaðgerð á morgun eftir að hafa verið draghölt í mánuði og ekki hlýtt konunni sem skipaði henni til læknis (ég reyndar pantaði tímann hjá bæklunarlækninum og hún druslaði sér en þá var það of seint fyrir greyið, það þarf að skera) svo ekki erum við á leið í göngu um næstu helgi. Þarf eiginlega að hafa hana með til að æfa mig svo ég geti svo seinna farið ein. Svo finnst mér líka erfið tilhugsun að fara með hana út í kuldann, er algjör ungamamma en það verður bara að hafa það. Það fer að koma að þessu öllu.
Rakelin er yndisleg eins og alltaf. Hef grun um að þær systur verði svolítið ólíkar. Rakel hefur alltaf verið svo sjálfstæð og lítil mömmustelpa, það er helst í seinni tíð sem hún er mikið fyrir knús og svona. Röskva er hins vegar aaaalgjör mömmustelpa og þá sérstaklega mammíarstelpa. Hún er auðvitað bara glæný enn þá en ég held að þetta sé það sem koma skal. Og allt í lagi með það. Stelpurnar mínar eru báðar fullkomnar.
Kemst ekki yfir það hvað Rakel er dugleg. Vaknar um helgar og tekur allt til sjálf fyrir morgunmatinn, skammtar sér sjálf og borðar og gengur frá. Hún er ómetanleg hjálp þegar ég er ein með báðar dótlurnar, nær í bleiur og snuð og huggar litlusystur og bara gerir allt sem ég bið hana um. Held að hún geri sér ekki grein fyrir því hvað ég er stolt af henni þótt ég reyni að segja henni það.
Sem sagt. Við lifum í lukku en ekki í krukku. Eigum fallegasta og yndislegasta stelpuheimilið í bænum. Vonandi get ég bloggað fljótlega en núna orgar unginn á athygli. Kíkið endilega á myndirnar.
Yfir og út.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 17:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar