Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009
14.3.2009 | 11:58
Langt síðan síðast
Jább, mjög langt síðan ég bloggaði síðast.
Kannski er það af því að ég er komin með svo langar neglur að ég á erfitt með að pikka á lyklaborðið.
Kannski er það af því að ég hef ekkert að segja akkúrat núna.
Kannski er það af því að það gengur svo mikið á í mínu lífi núna að ég hef varla tíma til að læra, hvað þá blogga.
En ef þið eruð alveg að deyja úr forvitni þá hefur lífið gengið sinn vanagang.
Vorum ýmislegt að stússa síðustu helgi, litla fjölskyldan. Ég gerðst einnig svo fræg að fara á mína fyrstu árshátíð síðan í menntaskóla. Hún var bara ágæt í alla staði.
Ég er komin með vinnu í sumar.
Mér gengur ekki of vel að læra.
Mér finnst Gauragangur æðislega fyndin bók, hef ekki lesið hana í mörg ár en hef þó lesið hana líklega um 10 sinnum.
Fékk Gyðuna heim í hádeginu um daginn og hún nærði mig bæði andlega og líkamlega.
Sef ósköp illa, vakna billjón sinnum og er andvaka inn á milli og er svo þreytt að ég veit varla hvað ég heiti.
Var að setja myndir inn á rakelsilja.barnaland.is
Sakna pabba.
ps. Mikið svakalega er ósmekklegt að troða möguleikanum ' Deila á facebook' hjá kommentakerfinu. Ég er ekki á þessu rugli.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 11:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
5.3.2009 | 10:35
Ble
Hef ekkert að segja í rauninni.
Rakel er öll í líffræðinni þessa dagana. Vorum í afmæli hjá ömmu í fyrradag og Unnur frænka sem er að undirbúa sig fyrir læknisnám var að kenna Rakel. Hnoðrinn segir mér því reglulega hvar bringubeinið er. Lýsti því svo fyrir okkur með tilþrifum í gær hvernig barkakýlið kæmi upp úr hálsinum þegar verið væri að kyrkja mann.
Já!!!
Hló svo næstum af sér rassgatið þegar mæður útskýrðu fyrir henni hvernig vökvi yrði að pissi og hvar það kæmi út. Ætlaði aldrei að trúa okkur.
Þegar hún verður stóra systir ætlar hún að fá að fara í tölvuleik. Nei, sagði harðbrjósta móðir. Rakel átti bara ekki til orð. Hélt að allt gerðist þegar hún yrði stóra systir. Ég sagði að hún gæti fengið að fara í stafa- og reiknisleiki þegar hún yrði 6 ára. Henni finnst ég núna pínu ömurleg. Hún var að meina Spidermantölvuleik.
Annars er hún bara yndisleg. Svo krúttleg þegar hún borðar appelsínu. Fullkomin með rjóðar kinnar og úfið hár, nýkomin úr leikskólanum. Með mest dillandi hlátur í heimi. Svo hrikalega klár. Gæti étið hana nýkvaknaða í grænum flónelsnáttfötum með síða hárið út um allt.
Hef pínu áhyggjur af vinnu í sumar. Veit ekki hvort ég fæ vinnu í háskólanum. Sumir eru beðnir um að vinna en ég þarf að sækja um. Greinilega ekki nógu klár, bara svona semi. Ætla að þjarma að Jóhannesi kennara, leiðbeinandi mínum og yfirmanni síðastliðin tvö sumur.
Búin með 8 blaðsíður í BA-ritgerð. Nokkuð ánægð með það. Við skulum svo sjá hvort Jói hakkar það sem komið er í sig, er að fara að hitta hann eftir smá.
Fór í Jurtaapótekið áðan og mig langar bara að eiga heima þar. Ekkert heillar mig eins mikið og bækur og jurtir. Ilmurinn af þessu tvennu er himneskur. Ég ætla að hafa herbergi helgað þessu tvennu í húsinu mínu þegar ég verð stór.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 10:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.3.2009 | 11:49
Úff
Netið er nú meiri kellingin. Liggur á upplýsingum og drefir þeim til allra sem vilja þótt sá sem upplýsingarnar varða hafi aldrei gefið leyfi til þess. Engu hægt að eyða út, allt er þarna að eilífu og elur á forvitni fólks sem ekki er lengur eðlilega forvitið heldur jaðrar njósnastarfsemin við pervisma. Sjúkleg árátta er þetta að vita allt um alla. Lenti í því um daginn á spjalli sem ég er stundum á að manneskja skrifar þráð og spyr mig spurningar. Ég svara í einkaskilaboði en einhver önnur siðblind manneskja svarar fyrir mig inni á þræðinum og lætur í té upplýsingar sem ég vildi alls ekki að allir gætu lesið. Hvur andskotinn er að fólki.
Og ég fer ekki ofan af því að Fésið elur á þessari vitleysu. Mér finnst það ógeðslegt. Spjallið sem ég er á er að minnsta kosti nafnlaust.
Mamma fór á námskeið í fyrradag um öryggi netsins eða eitthva álíka og snéri af því með velgju og nojaðri en allt. Ég bað hana vinsamlega að segja mér ekki hvað hefði komið fram þarna, ég vissi alveg nógu vel hversu óöruggt netið væri. Hún sagði mér samt einhver atriði sem fram komu, varð að deila hryllingnum með einhverjum. Úff.
Besta barnið er hjá pabba sínum og unir þar líklega vel við sitt. Vinnufjölskyldan eina sanna kom í heimsók á föstudag og snæddi kjúkling og drukkum við mojito. Spiluðum og spjölluðum og þótti ósköp vænt hvor um aðra. Fengum Hrund og Anton í smá heimsókn en svo fór Hrund niður í bæ og hitt fólkið heim ekki löngu seinna. Ég gekk frá og vaskaði upp og horfði svo aðeins á Friends. Mér finnst mjög vont að vera ein heima og sef alltaf mjög illa. Er eins og mamma að hlusta eftir barninu sínu og var því mjög fegin að Hrund rúllaði inni rétt eftir að ég var komin upp í rúm.
Hrund svaf svo allan laugardaginn eins og henni einni er lagið en ég, mamma og litla sys fórum á búðarrölt og ótrúlegt en satt fann ég æðislegan kjól og flöskugræna skó. Vel brúklegt á árshátíð eftir viku og svo bara endalaust eftir það. Kjólllinn var nær allur í boði mömmu og systirin fann á mig bæði flíkina og benti mér á skóbúðina með skónum. Bestar í heimi þessar tvær.
Við Hrund lögðum okkur þegar ég kom heim, Hrund strax orðin þreytt eftir tveggja tíma vöku. Ætluðum niður í bæ í afmæli Q bar eftir það en nenntum því svo ekki. Tókum fram 1500 bita púsl sem við eigum og föndruðum við það í nokkra tíma. Ég fór svo að sofa en Hrund blessunin skreið ekki upp í rúm fyrra um átta í morgun!!! Ég á seint eftir að venjast þessum svefnvenjum. Finnst líka hundleiðinlegt að hún eyði öllum pabbahelgum í að sofa fjandinn hafi það. Ég þarf athygli!!!
Núna er ég svöng og þreytt þar sem ég sef alltaf svo illa. Búhú, ég á svo bágt alltaf hreint. Við mamma erum að hugsa að skreppa á bókamarkaðinn í Perlunni en svo veit ég ekki hvað ég geri. Ætli Hrund vakni ekki um kvöldmatarleytið.
Ég gæti lært.
Nei, grín.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 11:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar