Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009

Gaman, ekki svo gaman, gaman

Við áttum ljúft föstudagskvöld, vinnufjölskyldan og viðhengi. Hlfí var reyndar fjarri góðu gamni og nýjasti meðlimur fjölskyldunnar, Anton, einnig en við hin skemmtum okkur vel. Grilluðum og spiluðum og spjölluðum. Stúlkur gáfu mér nudd hjá 9 mánuðum í útskriftargjöf. Takk aftur fyrir það.

Við Hrund keyrðum svo Gyðu og Kjartan heim og Kristínu niður í bæ og fórum sjálfar á smá rölt. Það var mjög kósý. Vorum ekki beint í dansstuði en fundum okkur sæti á Q, tuggðum tyggjó og fylgdumst með mannlífinu. Hrund hélt utan um mig og kúlusúkk og mér leið eitthvað svo vel. Röltum á fleiri staði en nenntum ómögulega að bíða í röð svo við fengum okkur Nonnabát og fórum heim að horfa á mynd. Fínt djamm bara.

Vaknaði svo í gær og byrjaði daginn ekki vel. Var eitthvað að færa tölvuna til og fór einhvern veginn að því að missa hana. Ofan á tána á mér. Hornið á tölvunni ofan á stórutána á mér. Mér verður illt aftur bara af því að skrifa þetta. Ég vissi ekki hvernig ég átti að vera þetta var svo vont. Missti andann í dágóða stund og lá í keng á gólfinu. Fann krílið sparka, vissi greinilega ekkert hvað var að mammí sín. Sat svo næsta klukkutímann með poka af frosnum berjum á tánni. Allur fóturinn frá hnénu bólgnði upp og tærnar á fætinum litu út eins og litlar kokteilpulsur. Ökklinn og fóturinn sjálfur voru svo bólgnir að heilbrigði fóturinn leit út eins og aumingi við hliðina á honum. Fékk svo sár og vænt mar á tána og nöglina og var draghölt í allan gærdag.

Kveikti hrædd á tölvunni og sem betur fer virtist hún í lagi. Komst að því seinnipartinn þegar ég kom heim úr verslunarferð að það voru komin einhver ólæti í hana. Þótt táin hafi dempað fallið og tölvan ekki skollið í gólfið, aðeins runnið að af tánni, þá beyglaðist hún eitthvað á hliðinni. Það var greinilega nóg að detta á tána á mér. Núna heyrist frekar hátt í viftunni (held ég) en annars virkar tölvan fínt. Ég er samt svo leið fyrir þessu. Kannski er Hrund líka barasta reið út af þessu. Hún var allavega ekki glöð þegar hún var að segja mér nýjustu tölvufréttir. Þetta var samt alveg óvart.Frown

Ég druslaði mér samt í búðir með mömmu og Bebe eins og við vorum búnar að ákveða fyrir löngu. Ætlaði að eyða einhverju af útskriftarpeningunum í föt á sjálfa mig. Byrjaði á því að kaupa brjóstahaldara og lét mæla mig í fyrsta skiptið. Er víst í F skálum ekki C skálum og þarf miklu minna utan um mig en ég hélt. Brjóstin á mér gætu drepið mann í nýja haldaranum. Ofurtúttur.

Fórum eftir það í Kringluna og ég fann mér óléttuleggings- og sundbol (ekkert smá flottan) og grænan skokk eða mussu sem ég ætla að spara fram að útskrift og byrja svo að nota af fullum krafti. Keypti líka peysu og stuttbuxur á Rakel og ýmislegt alveg nauðsynlegt í Tiger. Var mjög ánægð með þessa ferð. Yndislegt að geta farið að versla með peninga í vasanum. Eða peninga í veskinu hennar mömmu því ég treysti mér ekki fyrir svona hárri upphæð.

Hrund var að stússast með pabba sínum en þegar við vorum báðar komnar heim um kvöldið fórum við að blómast. Komum jarðaberjaplöntunum frá tengdó fyrir í flotta blómapottabalnum okkar og settum út á svalir. Settum tómatplöntuna, myntu og eitthvað sem ég veit ekki hvað er saman í ílanga körfu og undir gluggann frammi í holi. Salvían fékk að kúra úti með jarðarberjunum og grasalauknum. Sáðum sólblómfræjum og rauðu blómi í pott (gerðum það líka um daginn en það kom aldrei neitt upp) og færðum blóm innan úr eldhúsi og yfir í einu lausu gluggakistuna í stofunni. Það er plöntur og jurtir út um allt, einmitt eins og við viljum hafa það. Ég ætla svo að drusla mér í garðinn fljótlega og mamma sæta ætlar að koma og sýna mér nokkur handtök. Vonandi kemur Sprundin líka út þegar hún vaknar svo við getum sett niður útsæðið. Gaman að þessu.

Aumingja táin mín og tölvan.


Bumbumyndir

Jæja, þá er ég loksins búin að gera bumbumyndaalbúm. Farið í myndaalbúm hér til hliðar og skoðið herlegheitin. Klikkið svo á myndirnar til þess að sjá þær í fullri stærð með texta (ég fattaði ekki að gera það strax aulinn sem ég er).

Er maður ekki fínn?


Ljúft

Það er ótrúlega ljúft að vinna alla daga með vinkonum sínum. Ég hlakka til að koma í vinnuna á hverjum degi sem er alveg einstök tilfinning.

Sit stundum við tölvuna, horfi út um gluggann og út á Suðurgötu og undrast lán mitt. Strýk kúluna og hugsa um stelpurnar mínar og sólina sem skín á okkur. Finnst gott að vera á Íslandi þrátt fyrir allt drullumallið.

Er alltaf jafn hissa þegar ég vakna á morgnana og lít niður á kúluna. Á erfitt með að tengja hana við barnið mitt inni í henni. Bæði hlakka til og kvíði 20 vikna sónarnum. Vona svo heitt og innilega að það sé í lagi með litla kúlusúkk.

Við kyrnur stefnum á að setja niður kartöflur um helgina. Maður þarf nú líka að gera eitthvað í þessum garði einhvern tíma. Hvar fær maður fínan hestaskít í kartöflubeðið? Er málið að fara upp í hesthús með fötu eða?

Er að fara í meðgöngunudd hjá 9 mánuðum á morgun og get ekki beðið. Líður betur í bakinu bara af því að hugsa um það. Ef þú ert enn að spá í einhverju að gefa mér í útskriftargjöf tengdó þá er ég alveg til í meira meðgöngunudd hjá 9 mánuðum, sérstaklega ef ég verð ánægð með tímann á morgun. Hef heyrt góðar sögur af konunni sem mun nudda mig. Svo langar mig líka í tarotspil og bók með sem útskýrir herlegheitin. Væri líka ánægð með inneign í bókabúð. Það er svo erfitt að láta mig hafa peninga af því að ég enda yfirleitt á því að eyða þeim í Bónus ...

Annars fékk ég fullt af peningum í útskriftargjöf og veit varla hvað ég á að gera við þá. Ætla nú allavega að kaupa mér útskriftarkjól og kannski sundbol sem hrynur ekki niður um mig og berar brjóstin í miðri sundlaug.

Er að fara til ljósu á eftir í mælingu á þessum blessaða háþrýstingi. Vona að hann hagi sér vel. Er að reyna að vera slök á vigtnni en sé að ég er að þyngjast hægt og rólega sem ég er alveg sátt við. Hef ekki náð 3 kílóum í þyngdaraukningu enn þá (hef sankað að mér ýmsum ráðum við bjúg sem virka vel og vigtin fór niður um nær eitt og hálft kíló bara eftir eina sundferð um daginn, svo mikill var bjúgurinn, er samt betri núna) sem er mjög gott. Var svo hrædd um að brennslan mín, sem er nánast engin, myndi bara ekki ráða við þessa óléttu og ég myndi þyngjast um kíló á viku en kroppurinn minn stendur sig þrátt fyrir hversu illa ég fór með hann.

Nú er mig farið að lengja eftir stelpunum. Er verkefnalaus og takamarkað hvað ég get röflað hér. Mér heyrist einhver vera að koma ...


Gleði

Útskriftarveislan var æði. Hélt að það yrði mjög erfitt að toppa 25 ára veisluna en þessi var ekkert síðri. Allir mættir sem mér þykir vænst um (nema Tístli frændi sem er á Grænlandinu), grillið var gott og sólin braust fram úr skýjunum. Þeir sem sátu lengst voru til að verða 10 sem er bara einmitt eins og þetta á að vera. Ég fékk dýrindis gjafir og gull, ilmandi blóm og hlý knús. Takk fyrir mig!!!

Vöknuðum snemma á sunnudagsmorgun og kláruðum svo að taka okkur til. Brunuðum á Selfoss til tengdapabba og vorum þar þangað til seinnipartinn í gær. Settum fína tjaldið okkar upp í garðinum og vorum í nokkurs konar útilegu. Sleiktum sólina, fórum í sund og grilluðum og sváfum svo þétt saman í nýju svefnpokunum okkar. Fengum fínasta veður, fylltum vatnsblöðrur og ærsluðumst, Sprundin tálgaði, ég las og Rakel lék sér í fótbolta. Vel heppnað í alla staði.

Sumarið er byrjað þrátt fyrir ský á himni akkúrat núna.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband