Finally

Búin að finna sjálfa mig. Hef endurheimt mig. Þekki mig aftur. Um leið og ég byrjaði að læra fyrir íslensku í gær hentist ég í prófgírinn af svo miklum krafti að það var hálf óhugnalegt. Gleymdi að pissa, gleymdi að borða, gleymdi stað og stund. Stoppaði bara til að setja nýtt blý í skrúfblýantinn og hélt svo áfram. Glósaði eins og ég ætti lífið að leysa. Af svo miklum krafti að eldglæringar stóðu í allar áttir. Bætti mér upp alla þá daga í síðustu viku sem ég var ekki í prófgír og lærði í 7 tíma án þess að anda. Næstum.

Rankaði við mér þegar Sprundin var mætt að sækja inniskóna sína sem ég hafði stolið. Komumst þá að því að ég var hálf kalin á tánum. Hrund tók mig í yndislegt fótanudd og hlýjaði mér. Ég hætti að sjálfsögðu ekki að glósa á meðan. Þessi kafli í stílabókinni er pínulítið hristur.

Ég vona að þetta verði ekki svona í framtíðinni. Að ég lufsist eitthvað áfram þegar ég er að læra fyrir spænsku. Eftir þess önn er ég bara búin með (ef guð lofar og allt gengur vel) 5 einingar af 30 í spænsku. Og mér finnst þetta ekki leiðinlegt (ok, reyndar er ritþjálfun pínu asnó), bara kann ekkert að fara í spænskan prófgír. Bara íslenskan.

 Hlíf kommentaði um ritþjálfunarnámskeiðið sem ég skrifaði um síðast. Hún hélt að námskeiðið hefði verið svona lélegt þegar hún var í því af því að kennarinn var þá að kenna það í fyrsta skipti. Sei,sei, nei. Það er enn þá svona. Og meðaleinkunin á prófunum á önninni hlýtur að rétt slefa í fimm. Prófin eru undarleg. Fullt af orðum sem enginn (nema þeir alla hörðustu) skilja. Ég er með 3,5 stig í af 5 í þeim 50% sem ég er búin að klára. Hvað sem það þýðir. Vona bara að ég nái lokaprófinu. Mierda.

En nenni ekki að hugsa um það núna. Eftir lærutörnina í gær fengum við Hrund okkur ís og svo tók hún mig í allsherjar nudd. Ég lá makindalega upp í rúmi sem Sprundin hafði hitað með heitum grjónapokum og sötraði grænt orkute meðan Hrund fór um mig mjúkum höndum. Höndunum sínum með ljósinu eins og einhver miðill sagði. Guðdómlegt. Og soldið vont af því að þetta var svæðanudd og það er frekar sársaukafullt. Hún ýtti á punkta til að lækka blóðþrýstinginn og lækna hnéð.  Las mig svo í svefn.

Annars er litla lús aftur orðin veik. Bara tvær vikur síðan hún var veik síðast. Kom veik frá pabba sínum í gær. Með 39,5 stiga hita. Öll ósköp lítil og aum. Þær mæðgur höfðu það gott heima í dag á meðan ég lærði eins og mother fo**** heima hjá mömmu í 9 tíma. 

Ætla núna að fá mér ólívubollur og horfa breska heimildarmynd.

Ó ritþjálfun. Þú veldur mér martröð. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband