Myndir!

Vildi bara láta ykkur vita að ég er búin að setja fullt af nýjum myndum inn á síðuna hennar Rakelar á Barnalandi. Slóðin er rakelsilja.barnaland.is (svona fyrir þá sem ekki vita eða eru búnir að gleyma ...). Ef einhvern vantar lykilorð til þess að geta skoðað albúmin er hægt að senda mér póst á drr1@hi.is.

Endilega lítið við og kvittið í gestabókina. Það sama gildir hér. Væri gaman ef fleiri kvittuðu í gestabókina mína. Veit nú um flesta sem lesa en þeir sem og hinir óþekktu mega endilega kvitta fyrir innlitið.

Annars keyrði ég með litla rauðhaus upp í skóla í dag, bar hann steinsofandi inní Lögberg og gerði dauðaleit að pennaveskinu mínu sem ég var viss um að ég hefði skilið eftir í tíma um morguninn. Barnið þvældist um með mér í leit að umræddu veski. Eftir að hafa leitað í stofunni án árangurs, spurst fyrir og leitað í þriðja skipti í bílnum datt mér í huga að líta í handtöskuna mína. Þar var veskið. Krakkaormurinn gerði svo í alvöru grín að mér. 'Þarna er veskið mammí. Ekki inni. Bara í bílnum' Ha, ha, ha. Hvar gróf barnið upp þennan nastí hlátur?

Fyrr um daginn hafði ég gert verkefni í spænsku með blýanti sem sárlega þurfti að láta ydda sig. Og ekkert var strokleðrið. Barmaði mér og vorkenndi. Vissi nátla ekki að pennaveskið var í handtöskunni í sófanum.

Það á ekki að senda veikt fólk í skólann. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband