5.2.2008 | 13:32
Aumingja við
Það er ekki laust við að sjálfsvorkunnin sé alveg að fara með okkur hérna í kotinu. Við Sprundin stynjum í kór og drögum á eftir okkur lapprinar þegar við neyðumst til að standa upp.
Rakel er ýkt dugleg, farin að taka lyf í töfluformi. Gott að sleppa við bragðvonda vökvann. Svo troðum við í okkur Ab-mjólk og asidofílustöflum (nenni ekki að gá hvernig þetta er skrifað) til þess að vinna á móti sveppamyndun og öllu því sem fylgir pensilíni. Þetta er ekki það besta fyrir magan og flóruna þar. En hallelúja. Hálsbólgan er að hjaðna!
Rakelin er heima þar sem hún smitar þótt hún sé annars frísk. Streptókokkar er algjör faraldur á leikskólanum. Þegar ég hringdi þangað í morgun til að tilkynna hana veika var þegar búið að tilkynna þrjú önnur börn með þetta.
Það tekur á að sinna henni en sem betur fer en hún yndislegur dundari. Kemur fram öðru hvoru og biður um fá að hlusta á eitthvað eða bara til að fá knús. Situr núna inni í tjaldinu sínu og perlar og hlustar á dýrin í Hálsaskógi. Var að minnsta kosti að því. Nú berast undarlegir dynkir frá herberginu hennar sem segja mér að hún sitji ekki róleg og stillt.
Ég afrekaði það að vaska upp áðan. Það hefur ekki verið gert lengi sökum veikinda. Ég tók þetta í tveimur hollum og gat varla staðið upprétt á meðan. En það hafðist.
Æ, ógesslega leiðinlegur pistill.
'Mamma og mammí' gall í barninu á læknavaktinni í gær. 'Hafið þið aldrei eignast barn?' spurði hún. Ég sagði henni að við ættum hana og spurði hvort hún væri ekki barn. Hún sagðist vera það en fannst mun merkilegra að hún væri með barn í maganum. 'Það er aaalveg að brjótast út' sagði hún og blés út magann. Barnið er með börn á heilanum.
Um daginn þuklaði hún brjóstin á mér og velti því fyrir sér hvort það væri mjólk í þeim.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 13:34 | Facebook
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hoho. Hún virðist algjör snillingur hún Rakel:)
hlif 5.2.2008 kl. 15:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.