Hvernig er þetta ...

... með mig og innsláttarvillur. Ég les alltaf yfir færslurnar áður en ég vista þær en samt eru villurnar óteljandi. Sérstaklega virðist hrjá mig sú árátta að sleppan n-um í lok orða. Nær öll sem eiga að enda á tveimur n-um enda á einu og það er ekki af því að ég kann ekki reglurnar.

Svo lengi sem þið vitið að ég kann víst reglurnar þá er þetta í lagi.

Ég veit ekki hvernig mér datt í hug að fara í þennan göngutúr um daginn. Líklega vegna þess að ég hef þann einstaka hæfileika að geta framkvæmt án þess að hugsa.

Fór með molann til ömmu á fimmtudaginn eins og við erum vanar. Tryggvi frændi var þar að læra fyrir sína verkfæði eins og hann er vanur. Hann hefur nú formlega verið tekinn í guðatölu af Rakel. Sem hún var að troða í sig kremkexi fyrir rúmri viku sýnir Tryggvi henni hvernig hægt er að taka kexið í sundur, vera þá kominn með tvö kex og sleikja svo kremið af. Þetta var Rakel svo mikil opinberum og hefði hún ekki verið of upptekin við að sleikja krem hefði hún örugglega hneigt sig fyrir Tryggva. Núna á fimmtudaginn borðaði hún sitt brauð áður en hún fékk næstarétt (eftirrétt). Hún fékk sitt kremkex og ég spurði hana hvort ég ætti að hjálpa henni að taka það í sundur. Hún leit ekki á mig þegar hún sagði: 'Nei, Tryggvi' og lotninginn í röddinni fór ekki fram hjá neinum. Tryggvi kexguð.

Á föstudaginn fórum við molinn til tannlæknis í þriggja ára skoðun. Rakel gapti eftir skipum og sýndi sínar glæsilegu og ávallt vel burstuðu tennur. Bitið var líka í lagi og Rakel svo dugleg og ég horði bara á krílið mitt og þakkaði guði í billjónasta skipti fyrir að lána mér þetta barn.

Á föstudagkvöldið rölti ég til Rósu frænku sem býr í sömu götu. Við heimsækjum aldrei hvor aðra, líklega búum við of nálægt hvor annarri. Á meðan sat Hrund heima í tölvunni og fékk svo frænda sinn í heimsókn svo tvö pör af tvímenningum ræddu málin í sitthvoru húsi í sömu götu.

Í gær fór í göngtúr. Ég var nokkuð fljót að koma mér í rúllupylsuátfittið enda að verða komin í æfingu. Ég valdi nýjan flokk laga á playlistanum og með Muse öskrandi í eyrun á mér arkaði ég áfram. Ég tók góðan klukkutíma í labbið, tók sama hringinn og í gönguferðinni þarna from hell og bætti svo  öðrum við. Ég labbaði sum sé mun fleiri kílómetra í þessari göngu en hinni margrómuðu.

Við Hrund skelltum okkur svo í Ikea og keyptum eitthvað dúll sem okkur fannst nauðsynlega vanta og í Egginu fengum við glæsilega brauðrist og safapressu í stíl fyrir inneignarnótu sem við fengum í jólagjöf. Ég er búin að stilla þessu upp inn í eldhúsi og endurraða ögn að sjálfsögðu. Fer öðru hvoru inn í eldhús og horfi á nýju hlutina mína. Og sparka í sjálfa mig fyrir að hafa ekki keypt appelsínur í Bónus á föstudag, þá gæti ég fengið mér ristað brauð og nýpressaðan appelsínusafa.

Hrund skutlaði mér, Tryggva og Rósu svo til Davíðs þar sem við héldum frænsystkinakvöld. Við höldum þau tvisvar til þrisvar á ári. Í því eins og stendur er Davíð (25),ég (24),Rósa (23) og Tryggvi (21). Við höfum ákveðið að aldurstakmarkið sé 18 svo Unnur kemur inn á næsta ári, Elísabet á þarnæsta og Einsi bró eftir þrjú ár.

Við skemmtum okkur við það í gær búa til innvígsluprógram, datt í hug að krúnaraka þau og troða upp í þau bjórtrekt og svo gætum við bara skiluð þau eftir ef við vildum fara niður í bæ, enda greyin ekki komin með aldur. Svo mundum við okkur þykir ansi vænt um krílin og ætlum bara að leyfa þeim elda.

Það var nátla drullugaman. Borðuðum indverskan mat og slökktum chillibrunann með bjór, kjöftuðum og enduðum svo niðrí bæ um eitt. Hittum Sprundina þar og fórum í eitthvað Vesturportspartý með celebrityfólki. Þarna var auðvitað Vesturportsliðið, Elsa María úr Kastljósinu og fleiri sem ég kann ekki að nefna. Þarna var líka Gael García sem er mjög lítill og mjög sætur. Svo voru þarnga billjón litlar brennivínsflöskur í bala fullum af klaka. Ó, ó, ó.

Tryggvi var svo sannarlega í fíling. Svo æstur í dansinum og hoppaði um gólandi. Hann hélt bara uppi rífandi stemmningu. Við Hrund dönsuðum líka af okkur rassinn. Dj-inn sýndist mér einhver fyrri hluta nætur en svo tóku hinir ýmsu við. Og voru með ipod. Og kunnu ekki meira á það tæki ég. Þeir náðu kannski að byrja eitthvað lag og allir urðu trylltir og voru bara' hey þetta er uppáhalds lagið mitt' eða 'hey þetta var uppáhalds lagið mitt einu sinni' (hvert lag var uppáhalds lag einhvers einhvern tíma svo gleðin var alltaf jafn mikil) en svo gerðist eitthvað og lagið hætti. Svo byrjaði það aftur. Og hætti. Og svo byrjaði það aftur og svo var allt í einu komið annað lag. Allir fengu sér brennivín upp á það.

Við fórum svo á Hressó og héldum fjörinu áfram og allt í einu var bara verið að sópa okkur út, búið að loka. Ég hef ekki látið sópa mér út síðan í menntaskóla. Ég, Tryggvi og Hrund löbbuðum í mígandi, helvítis rigningu í Bogahlíðina heim til Tryggva. Við Sprundin tókum leigubíl þaðan. Sem var gott. Við vorum komnar upp í rúm rétt fyrir átta og fínt að það var ekki seinna.

Ég sef nebla aldrei neitt lengur eftir djamm þótt ég fari að sofa undir morgun. Ég vaknaði upp úr hádegi og slík var líðanin að ég hélt ég væri kannski dáinn. Það var ég ekki og fannst mér það miður um stund. Eftir vatn og ískaldan trönuberja og vínberjasafa var ég komin í gír. Stússgír. Ég dett stundum í hann á virkum dögum sem er fínt en að hanga svona í honum skelþunn skil ég bara ekki. Ég botna ekkert í sjálfri mér. Ég setti í vél, braut þvott, þvoði vaskinn inn á baði, tók saman dótið hennar Rakel fyrir leikskólann, raðaði skóm og öllu öðru sem hægt var að raða, fór í gegnum skóladót, heftaði, gataði og setti í möppu, vaskaði upp, tók til í veskinu mínu og eiginlega í öllu húsinu.

Það suðar fyrir eyrunum á mér. Ég verð að taka úr vélinni og fá mér einhverja næringu.

Annars eigum við Hrund afmæli, höfum verið trúlofaðar í tvö ár í dag. Eftir örfáar vikur höfum við verið saman í þrjú ár svo við höfum hugsað að gera okkur glaðan dag á næstunni. Vííí. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með daginn sætu kyrnur...tengdó

tengdó 17.2.2008 kl. 15:30

2 identicon

Vó, til hamingju:)

Stússgírinn kemur alltaf á undarlegum augnablikum hjá mér. Til dæmis klukkan 1 gærkvöldi. Þá fór ég að skipta á rúminu, ganga frá einhverju dóteríi, endurskipuleggja baðskápinn og þrífa vaskinn. Sem var mjög þarft, en bara ekki góður tími!!

Hlíf 18.2.2008 kl. 11:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband