Hvað er málið ...

... með veðrið? Ég hafði ekki tíma til að fara út að ganga í gær og ætlaði því að taka tveggja tíma göngu í dag. Ég er ekkert svakalega spennt fyrir því í þessu veðri. Mér er svo sem sama um rigningu og rok í sitthvoru lagi en saman er þetta fullmikið af því góða. Spurning hvort ég taki þetta bara á morgun. Best að kíkja á veðurspána.

Frumsýningin var flott í gær. Myndin er flott. Valdís er flott. Allir eru flottir. Ég var meira segja pínu flott í fína gula kjólnum mínum, á háum hælum og í rauðu kápunni. Það var samt ógeðslega fyndið að passa ömmu í fólksfjöldanum. Með reglulegu millibili panikkaði einhver úr fjölskyldunni og æpti: 'Hvar er amma, hvert fór hún?' Ömmukrúttið var að minnsta kosti 10 cm lægri en lágvaxnasta fólkið (sem var líklega fjölskyldan mín eins og hún lagði sig) og því erfitt að finna hana stundum. Svo hló hún ýkt mikið að ömmunni í myndinni sem er byggð á henni sjálfri. Hahaha. Og já, partýið á eftir var líka flott og ég hitti Robba sæta æskuvin minn. Gaman, gaman. Skoðið endilega síðuna sveitabrudkaup.is (ég man ekkert hvernig maður setur hlekk hérna inn á svo þið verðið bara að slá þetta inn). Þetta er ógisslega skemmtileg síða.

Svo verður Rósa frænka í Fréttablaðinu á mánudaginn held ég. Er eitthvað að tala um uppáhaldshúsgagnið sitt. Og hefur ekki hugmynd um af hverju það var hringt í hana. Svo var hringt í mömmu frá Fréttablaðinu áðan og hún beðin að semja lýsingu á Valdísi þar sem það verður grein um hana í blaðinu á næstu dögum. Og mamma veit ekkert hver benti á hana. Þetta er eitthvað spúkí. Mamma hringdi í mig og bað mig að semja eitt stykki lýsandi ljóð sem ég gerði. Þeir vilja víst hafa lýsingu nokkurra á Valdísi í þessari grein. Þetta er nú meiri celeb fjölskyldan.

Síðasti dagurinn í vinnunni búinn. Eða væri það ef ég hefði ekki slugsað og ætti enn eftir að fara yfir eitt bréf. Oj mér. Ég verð að vinna eitthvað um helgina.

Bíó og kaffihús á eftir með þeim meðlimum vinnufamilíunnar sem eru á landinu. Er að hugsa um að nota dekurmiða (æ, þið munið miðana sem ég fékk frá Hrund í jólagjöf 2006) á morgun. Þá lætur Hrund renna í bað fyrir mig (og ég fæ bók að eigin vali til að lesa í baði sem er best í heimi -  og Gyða ég lofa að fara ekki með börnin þín (Ísfólkið) nálægt baðinu, nó vörrís) og  fer út í bakarí og svo er gönguferð, kvöldmatur og bíóferð (eða spóla) innifalið. Ætti að verða kósý.

Sjitt hvað mér leiðist. Ég verð eiginlega að komast út. Ég ætla að fara að gera veðurkönnun úti á svölum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband