:(

Mikið svakalega hrikalega líður mér illa af því að horfa á sjálfa mig í spegli. Ég get alveg verið nokkuð sátt við lífið þangaði til ég rek augun í spegilmynd mína og þá er bara úr mér allur vindur. Var í gær búin að hamast í ræktinni, búin að bæta tímann og þolið á skíðavélinni og ekkert smá glöð með það. Fór inn í lítið herbergi að gera magaæfingar og hrökk við þegar ég sá mig í einum af hundrað speglum þarna inni. Ég var bara eins og rúllupylsa. Ég bara trúi ekki að ég sé orðin svona útlítandi. Ég veit að ég get sjálfri mér um kennt, ég eyðilagði brennsluna og er að borga fyrir það núna. Ég focking fitna af hrökkbrauði maður! Ég vissi bara ekki þegar ég var 12 ára krakkaskítur að sakleysisleg megrun myndi fara svona hrottalega úr böndunum. Að ég myndi eyða 10 árum í henni og restinni af ævinni í að jafna mig. Ég er stolt af mér fyrir að hafa tekið á mínum málum og vona að það verði auðveldara með tímanum að takast á við þetta allt saman. Í dag er slæmur dagur, ég hef misst sjónar á takmarkinu eins og gerist alltaf á slæmu dögunum. Áður hefði ég bara legið uppi í rúmi ófær um að taka þátt í deginum en ég er komin svo langt núna að ég skrifa um það á bloggið í staðinn, er meira að segja að horfa á mynd fyrir Strauma og stefnur með öðru auganum. Ég er klædd og komin á ról, er að læra og ætla upp í skóla á eftir að hitta Bjarndísi. Húrra fyrir því. Ég er hins vegar bara á autoplay svo ég gæti verið pínu skrítin. Öll mín orka beinist að rökræðunum í höfði mér. Ég er að reyna að hafa vit fyrir sjálfri mér.

Ég veit að mörgum ykkar finnst ég allt í lagi og bara krúttleg svona búttuð. Og takk fyrir það. En það breytir ekki áliti mínu á sjálfri mér.

 

Takk fyrir að leyfa mér að pústa. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Díana mín! Ég hitti þig í ræktinni í gær og þú varst barasta mjög sæt og flott!!! Seriously!!! Þetta eru allt spéspeglar þarna uppi, ekki taka mark á þeim :) And also... Ef skapið er ekki upp á sitt besta þá mæli ég þér eindregið frá því að horfa á Der Golem! Sú athöfn er mannskemmandi út af fyrir sig! Vertu glöð! Vikan fer aaaalveg að verða búin og það verður ýktæðislega gaman á föstudaginn!

luv!

Gyða 8.10.2008 kl. 10:22

2 identicon

Mundu bara að sama hversu grannur maður er, þá getur maður alltaf litið illa út í spegli. Tala nú ekki um í einhverri undarlegri stellingu. Þegar ég var c.a. 18 kílóum léttari en ég er í dag fékk ég oft sjokk ef ég sá spegilmynd mína óvart í spegli, af því að einhver undarlegur keppur virtist hafa myndast. En ó hvað ég væri ánægð að vera núna eins og ég var þá.

Mundu líka bara: sumum manneskjum fer MJÖG illa að vera of þungar- eru kannski sætar grannar, en ekkert sætar feitar. Aðrar manneskjur líta hryllilega út ef þær eru of grannar. Vertu ánægð með að vera í þeim hópi sem lítur vel út bæði grönn og með smá fitu utan á sér. Þú ert ógeðslega dugleg í ræktinni og þú borðar hollt: það er það sem skiptir máli, og ef þú grennist hægt þá er það bara hollt fyrir líkamann.

Ég er loksins að byrja fyrir alvöru í átakinu: ætla að mæta í ræktina sem oftast og er farin að hugsa um mataræðið. Úff hvað ég vona að það skili árangri:) Annars mun ég örugglega skrifa svipaða færslu og þessa eftir stuttan tíma:)

Afró í kvöld?

Hlíf 8.10.2008 kl. 13:06

3 identicon

Já, afró. Afró lætur mér líða vel.

dr 8.10.2008 kl. 15:28

4 identicon

Dönsum til að gleyma:)

Hlíf 8.10.2008 kl. 16:28

5 Smámynd: Díana Rós og Hrund og dæturnar Rakel og Röskva

Alltaf. Para siempre!!! Allavega miklu betra en að drekka til að gleyma

Díana Rós og Hrund og dæturnar Rakel og Röskva, 8.10.2008 kl. 17:47

6 identicon

Já maður verðu allavega ekki þunnur daginn eftir afró:) Maður fær í mesta lagi harðsperrur og blöðrur á tærnar

Hlíf 9.10.2008 kl. 10:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband